Innlent

Zuism-bræður dæmdir í Lands­rétti

Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 

Innlent

Orku­mála­stjóri í­hugar for­seta­fram­boð

„Ég hef fengið fullt af hvatningu í þetta embætti og almennt í ólík störf í gegnum tíðina en þetta er kveðja sem hittir beint í hjartastað,“ segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, sem íhugar forsetaframboð.

Innlent

Hyggjast opna námuna og sækja efni

Verktakar sem vinna að vegagerð og varnargörðum á Reykjanesi hyggjast freista þess að opna Melhólsnámu, þar sem hraun flæddi inn í gærkvöldi. Til stendur að reyna að útvíkka námuna svo hægt sé að ná í efni sem notað yrði til að hækka varnargarða við Grindavík.

Innlent

Starfs­lok Geirs stað­fest í bæjar­stjórn

Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn.

Innlent

Tíu póst­húsum vítt og breitt um land lokað í sumar

Til stendur að loka tíu pósthúsum Póstsins í sumar. Um er að ræða fjögur pósthús á Austfjörðum, fjögur á Norðurlandi, eitt á Vesturlandi og eitt á Vestfjörðum. Sendingar verða í staðinn afgreiddar af bílstjórum póstbíla og í póstboxum.

Innlent

Vaka vann nauman meiri­hluta í Stúdenta­ráði

Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta komst í meirihluta í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands í nótt. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem Vaka nær meirihluta. Samkvæmt tilkynningu frá kjörstjórn var kjörsókn um 31 prósent til Stúdentaráðs og 28 prósent til Háskólaráðs.

Innlent

Yngstu börnin inn­rituð í Garða­bæ og Mos­fells­bæ

Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 

Innlent

Ekki úti­lokað að gosið endist í marga mánuði

Kvikan sem safnaðist fyrir í Svartsengi flæðir nú beint upp og landri stöðvast. Jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi eldgos sambærilegt atburðum í Fagradalsfjalli. Engin merki séu um að gosið sé að minnka og það geti varað í margar vikur, jafnvel mánuði.

Innlent

Vildi fá öku­réttindi án þess að taka prófið og réðst á mann

Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir.

Innlent

Nær ómöglegt að hætta við kaupin

Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent