Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2025 15:23 Steinþór Einarsson hefur verið staðgengill sviðsstjóra síðan Eiríkur Björn Björgvinsson var kjörinn þingmaður Viðreisnar á Alþingi í lok nóvember. Róbert Reynisson Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við starfinu af Eiríki Birni Björgvinssyni sem er í fimm ára leyfi frá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn í nóvember í fyrra. Borgarráð samþykkti ráðningu Steinþórs í dag. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 ásamt því að vera staðgengill sviðsstjóra, en hann hefur verið starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Steinþór er með íþróttakennarapróf sem grunn- og framhaldsskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og diplóma í markaðs- og útflutningsfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem íþróttakennari við Foldaskóla í þrjú ár og tók svo til starfa hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar (ÍTR) þar sem hann var skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustu í 25 ár. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 en meðfram störfum sínum hefur hann verið staðgengill sviðsstjóra til margra ára og starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Auk þess má geta að hann hefur verið formaður félags stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og verið fulltrúi Reykjavíkurborgar í alþjóðlegu samstarfi á sviði íþrótta- og tómstundamála. Starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar var auglýst laust til umsóknar í lok janúar síðastliðinn þar sem fyrrverandi sviðsstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, var kjörinn á Alþingi. Borgarráð samþykkti beiðni hans um tímabundið leyfi frá störfum sem geti staðið í allt að fimm ár. Alls bárust 54 umsóknir um starfið en tólf umsækjendur drógu umsóknir sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður var skipuð ráðgefandi hæfnisnefnd. Í lokaskýrslu ráðgefandi hæfnisnefndar til borgarráðs segir að það sé mat hæfnisnefndar að Steinþór Einarsson sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt umsögn ráðgefandi hæfnisnefndar byggir það meðal annars á yfirgripsmikilli þekkingu hans á málaflokkum sviðsins og því að „hann hefur, í gegnum árin, leitt fjölda stefnumótandi verkefna og hefur skýra framtíðarsýn á málaflokka menningar og íþrótta, mikilvægi jafnvægis þeirra á milli og samlegðartækifæri.“ Þá kom fram í umsögnum að Steinþór væri vel liðinn og öflugur stjórnandi sem ætti auðvelt með að fá fólk með sér. Reykjavík Alþingi Viðreisn Vistaskipti Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Borgarráð samþykkti ráðningu Steinþórs í dag. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 ásamt því að vera staðgengill sviðsstjóra, en hann hefur verið starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Steinþór er með íþróttakennarapróf sem grunn- og framhaldsskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og diplóma í markaðs- og útflutningsfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem íþróttakennari við Foldaskóla í þrjú ár og tók svo til starfa hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar (ÍTR) þar sem hann var skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustu í 25 ár. Steinþór hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra stjórnsýslu á menningar- og íþróttasviði frá árinu 2023 en meðfram störfum sínum hefur hann verið staðgengill sviðsstjóra til margra ára og starfandi sviðsstjóri frá nóvember 2024. Auk þess má geta að hann hefur verið formaður félags stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og verið fulltrúi Reykjavíkurborgar í alþjóðlegu samstarfi á sviði íþrótta- og tómstundamála. Starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar var auglýst laust til umsóknar í lok janúar síðastliðinn þar sem fyrrverandi sviðsstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, var kjörinn á Alþingi. Borgarráð samþykkti beiðni hans um tímabundið leyfi frá störfum sem geti staðið í allt að fimm ár. Alls bárust 54 umsóknir um starfið en tólf umsækjendur drógu umsóknir sína til baka. Í samræmi við reglur um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður var skipuð ráðgefandi hæfnisnefnd. Í lokaskýrslu ráðgefandi hæfnisnefndar til borgarráðs segir að það sé mat hæfnisnefndar að Steinþór Einarsson sé best til þess fallinn að taka við starfi sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Samkvæmt umsögn ráðgefandi hæfnisnefndar byggir það meðal annars á yfirgripsmikilli þekkingu hans á málaflokkum sviðsins og því að „hann hefur, í gegnum árin, leitt fjölda stefnumótandi verkefna og hefur skýra framtíðarsýn á málaflokka menningar og íþrótta, mikilvægi jafnvægis þeirra á milli og samlegðartækifæri.“ Þá kom fram í umsögnum að Steinþór væri vel liðinn og öflugur stjórnandi sem ætti auðvelt með að fá fólk með sér.
Reykjavík Alþingi Viðreisn Vistaskipti Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira