Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2025 16:00 Félaginu er ætlað að stuðla að sjálfbærum almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg tekur þátt í að stofna opinbert hlutafélag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og leggur til stofnfé að fjárhæð tæpar 380 milljónir króna. Heildarstofnfé félagsins verður einn milljarður króna. Borgarráð samþykkti þetta í morgun og vísaði til staðfestingar borgarstjórnar. Í tilkynningu þess efnis á vef borgarinnar segir að tilgangur félagsins, sem beri heitið Almenningssamgöngur ohf., sé að annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með sjálfbærni að leiðarljósi. Reksturinn taki jafnt til leiðakerfis hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Ríkið borgar þriðjung Reykjavíkurborg verði stærsti hluthafi nýs félags. Skiptingin verður með þeim hætti að Reykjavíkurborg leggur fram 37,72 prósent í stofnfé, Ríkissjóður Íslands 33 prósent, Kópavogur 10,69 prósent, Hafnarfjörður 8,41 prósent, Garðabær 5,31 prósent, Mosfellsbær 3,65 prósent og Seltjarnarnesbær 1,22 prósent. Nánar tiltekið leggi borgin hlutafélaginu til stofnfé að fjárhæð 377,2 milljónum króna, sem greiðist í átta mánaðarlegum greiðslum frá 1. maí. Stofnféð verði fjármagnað með lækkun á áætluðu rekstrarframlagi til Strætó bs. um sömu fjárhæð. Í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarinnar komi fram að gert sé ráð fyrir að málið verði afgreitt hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði. Stýrihópur unnið að stofnun síðan í desember Í uppfærðum Samgöngusáttmála frá því í ágúst síðastliðnum hafi ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert með sér samkomulag um að koma á fót félagi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stýrihópur hafi unnið að stofnun þessa nýja félags frá því í desember 2024. Tillögur liggi nú fyrir, þar á meðal hluthafasamkomulag og samþykktir. Stefnt sé að því að félagið verði stofnað í lok apríl. Eftir stofnun félagsins verði skipað í stjórn félagsins og í framhaldinu unnið að frekari útfærslum, skipulagi félagsins, samningagerð og frekari áætlanagerð á vettvangi þess. Stuðli að sjálfbæru borgarsamfélagi Félagið muni meðal annars taka þátt í þróun uppbyggingar innviða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Betri samgöngur ohf. Tilgangur hins nýja opinbera hlutafélags sé enn fremur „að stuðla að hagkvæmum hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, stuðla að því að loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag verði náð, stuðla að auknu umferðaröryggi og að tryggja skilvirkt samstarf milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um trausta umgjörð á uppbyggingu hágæða almenningssamgangna,“ eins og segir í samþykktum fyrir hlutafélagið. Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Borgarlína Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef borgarinnar segir að tilgangur félagsins, sem beri heitið Almenningssamgöngur ohf., sé að annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með sjálfbærni að leiðarljósi. Reksturinn taki jafnt til leiðakerfis hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Ríkið borgar þriðjung Reykjavíkurborg verði stærsti hluthafi nýs félags. Skiptingin verður með þeim hætti að Reykjavíkurborg leggur fram 37,72 prósent í stofnfé, Ríkissjóður Íslands 33 prósent, Kópavogur 10,69 prósent, Hafnarfjörður 8,41 prósent, Garðabær 5,31 prósent, Mosfellsbær 3,65 prósent og Seltjarnarnesbær 1,22 prósent. Nánar tiltekið leggi borgin hlutafélaginu til stofnfé að fjárhæð 377,2 milljónum króna, sem greiðist í átta mánaðarlegum greiðslum frá 1. maí. Stofnféð verði fjármagnað með lækkun á áætluðu rekstrarframlagi til Strætó bs. um sömu fjárhæð. Í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarinnar komi fram að gert sé ráð fyrir að málið verði afgreitt hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði. Stýrihópur unnið að stofnun síðan í desember Í uppfærðum Samgöngusáttmála frá því í ágúst síðastliðnum hafi ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert með sér samkomulag um að koma á fót félagi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stýrihópur hafi unnið að stofnun þessa nýja félags frá því í desember 2024. Tillögur liggi nú fyrir, þar á meðal hluthafasamkomulag og samþykktir. Stefnt sé að því að félagið verði stofnað í lok apríl. Eftir stofnun félagsins verði skipað í stjórn félagsins og í framhaldinu unnið að frekari útfærslum, skipulagi félagsins, samningagerð og frekari áætlanagerð á vettvangi þess. Stuðli að sjálfbæru borgarsamfélagi Félagið muni meðal annars taka þátt í þróun uppbyggingar innviða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Betri samgöngur ohf. Tilgangur hins nýja opinbera hlutafélags sé enn fremur „að stuðla að hagkvæmum hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, stuðla að því að loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag verði náð, stuðla að auknu umferðaröryggi og að tryggja skilvirkt samstarf milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um trausta umgjörð á uppbyggingu hágæða almenningssamgangna,“ eins og segir í samþykktum fyrir hlutafélagið.
Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Borgarlína Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent