Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2025 12:29 Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, var mikið til umræðu á síðasta ári. Vísir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. Kourani byggði mál sitt á því að það hefði verulega þýðingu fyrir hann auk þess að mat hans væri að niðurstaða Landsréttar væri röng að efni og formi til. Í beiðninni vísaði hinn dæmdi til þess að við þinghald í Landsrétti hafi fimm lögreglumenn gætt hans í salnum hverja stund og að það hafi leitt til þess að dómendur hafi hræðst hann. Vildi hann því meina að þeir hafi verið vanhæfir til að dæma í málinu. Þar að auki vildi hann meina að niðurstaða Landsréttar hafi verið efnislega röng og að borin von væri til að fangelsisrefsing myndi skila árangri. Einsýnt sé að fangelsisdvöl muni ýta undir andleg veikindi, vistin sé honum verulega skaðleg og brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hæstiréttur mat það að virtum gögnum að það verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Beiðninni er því hafnað. Landréttur kvað upp dóm í máli Kouranis 6. febrúar og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa reynt að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars á síðasta, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Mál mannsins hefur mikið verið til umræðu í samfélaginu frá því að það kom upp, meðal annars þar sem hann hafði ítrekað hótað saksóknara og svo þegar hann hann breytti nafni sínu í Mohamad Th. Jóhannesson. Hann var sagður hafa litið til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, þegar hann valdi nafnið og því var tekið illa af ýmsum. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Tengdar fréttir Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Kourani byggði mál sitt á því að það hefði verulega þýðingu fyrir hann auk þess að mat hans væri að niðurstaða Landsréttar væri röng að efni og formi til. Í beiðninni vísaði hinn dæmdi til þess að við þinghald í Landsrétti hafi fimm lögreglumenn gætt hans í salnum hverja stund og að það hafi leitt til þess að dómendur hafi hræðst hann. Vildi hann því meina að þeir hafi verið vanhæfir til að dæma í málinu. Þar að auki vildi hann meina að niðurstaða Landsréttar hafi verið efnislega röng og að borin von væri til að fangelsisrefsing myndi skila árangri. Einsýnt sé að fangelsisdvöl muni ýta undir andleg veikindi, vistin sé honum verulega skaðleg og brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hæstiréttur mat það að virtum gögnum að það verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Beiðninni er því hafnað. Landréttur kvað upp dóm í máli Kouranis 6. febrúar og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa reynt að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars á síðasta, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Mál mannsins hefur mikið verið til umræðu í samfélaginu frá því að það kom upp, meðal annars þar sem hann hafði ítrekað hótað saksóknara og svo þegar hann hann breytti nafni sínu í Mohamad Th. Jóhannesson. Hann var sagður hafa litið til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, þegar hann valdi nafnið og því var tekið illa af ýmsum.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Tengdar fréttir Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10