Innlent

Tuttugu og átta sóttu um stöðu dag­skrár­stjóra

Lovísa Arnardóttir skrifar
Dagskrárstjóri leiðir starf dagskrársviðs sjónvarps Ríkisútvarpsins. 
Dagskrárstjóri leiðir starf dagskrársviðs sjónvarps Ríkisútvarpsins.  Vísir/Vilhelm

Alls bárust 28 umsóknir um stöðu dagskrárstjóra hjá RÚV. Fjórir drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Meðal umsækjenda er Margrét Jónasdóttir starfandi dagskrárstjóri og Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2.

Aðrir sem sóttu um eru Elín Sveinsdóttir, framleiðandi, Gísli Einarsson ritstjóri og Magnús Sigurður Guðmundsson, lektor. Einnig sótti Kikka Sigurðardóttir um, stofnandi Græningja, og Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona.

Skarphéðinn Guðmundsson hafði verið dagskrárstjóri frá árinu 2012 en hann hætti um áramótin. Fyrir það var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 í fimm ár.

Fram kemur á vef RÚV að dagskrárstjóri leiðir starf dagskrársviðs sjónvarps og tryggir að innkaup og framleiðsla á innlendu og erlendu dagskrárefni sé í samræmi við stefnu RÚV.

Sjá einnig: „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“

Listi yfir umsækjendur

Björn Sigurðsson - dagskrár- og sölustjóri

Davíð Örn Mogensen Pálsson - rekstrarstjóri

Delaney Dammeyer - rannsóknamaður

Eiríkur Bogi Guðnason - kassastarfsmaður og sjóðsstjóri

Elín Sveinsdóttir - framleiðandi

Eva Georgs Ásudóttir - fv. sjónvarpsstjóri

Gísli Einarsson - ritstjóri

Guðmundur Ingi Þorvaldsson - listamaður

Helgi Jóhannesson - framleiðandi

Henny Adolfsdóttir - ráðgjafi

Ingimar Björn Eydal Davíðsson - framleiðslustjóri

Kikka Sigurðardóttir - menningarstjórnandi

Kristján Kristjánsson - markaðsstjóri

Magdalena Lukasiak - kennari

Magnús Ásgeirsson - rafvirki

Magnús Sigurður Guðmundsson - lektor

Margrét Jónasdóttir - settur dagskrárstjóri

Marteinn Þórsson - kvikmyndagerðarmaður

Ragna Árný Lárusdóttir - framleiðslustjóri

Snærós Sindradóttir - fjölmiðlakona og listfræðingur

Tómas Örn Tómasson - kvikmyndagerðarmaður

Þorfinnur Ómarsson - samskiptastjóri

Þórunn Ósk Rafnsdóttir - stuðningsfulltrúi


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×