Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2025 10:26 Snorri Másson bjóst líklega við einhverjum mótbárum en varla því bakslagi sem pistill Maríu Hjálmtýsdóttur, aðalritara Félags kynjafræðinga, hefur haft í för með sér. vísir/vilhelm/aðsend Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð. Snorri hélt því fram að Viðreisn hafi tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænna óbreytta og hafði mörg orð um jafnréttisiðnaðinn, þar á meðal kynjafræðina sem hann hafði sitthvað við að athuga: „Unnið verði áfram að innleiðingu jafnlaunavottunar“ – jafnvel þótt vísindaleg rannsókn háskólans hafi sýnt að vottunin hefur engin áhrif haft á launamun kynjanna og kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna málsins sé nú talinn munu ná upp í 20 milljarða króna þegar uppi er staðið. Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir. „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í sjávarútvegi og fiskeldi.“ „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í landbúnaði.“ Kennarar í framhaldsskólum verði „fræddir“ um kynjafræði „til að tryggja inngildingu“ og „færni kennara til að flétta kynjafræði inn í aðra kennslu.“ „Flétta jafnréttisfræðslu inn í kennslu á öllum skólastigum“ - þar á meðal á leikskólum. Sem sagt tryggja innrætingu á alla línuna. Þetta er meðal þess sem Snorri hafði fram að færa og í samtali við Vísi undraðist hann það hvers vegna enginn þingmaður þyrði að hafa á þessu orð því innihaldsleysið blasti við honum. Takk María! En það sýndi sig kannski í gær að ýmsir eru ekki á sama máli. Svo virðist í það minnsta ef lesinn er pistill sem María Hjálmtýsdóttir birti en nú hafa um 78 deilt þeim skrifum. Þar eru Snorra ekki vandaðar kveðjurnar. Með deilingunum fylgja gjarnan orð á borð við „Takk María“. Og svo eru Snorra fundin hin verstu orð, að hætti hússins. Svo virðist sem um sjálfsprottið frekar en samstillt átak sé að ræða: „Sem aðalritara Félags kynjafræðikennara finn ég mig knúna til að bregðast við ummælum þingmanns Miðflokksins á Alþingi okkar Íslendinga þar sem hann fer með rangfærslur og hræðsluáróður um kynjafræðikennslu í skólum landsins. Ræðan minnir um margt á þá brælu sem Bandaríkjaforseti og hans lið básúna yfir heimsbyggðina þessa dagana en þar er hatrið orðið svo mikið að jafnvel hörðustu nöglum stendur ekki á sama.“ Þannig hefst pistill Maríu. Hún segir að í ræðustól Alþingis sé því haldið blákalt fram að kynjafræðikennsla sé innræting sem snúist um að fórnarlambsvæða stúlkur. „Kynjafræðikennarar eru ásakaðir um að kenna strákum að víkja fyrir stúlkunum og skammast sín fyrir sitt „náttúrulega ástand“, karlmennskuna. Eins og það sé ekki nóg erum við sökuð um að kenna nemendum okkar að það að vera karlmaður sé á einhvern hátt eitrað.“ Sammála um að vera ósammála Og María heldur áfram: „Það eru sjálfsagt fáar fræðigreinar sem verða fyrir jafn hatrömmum ásökunum um innrætingu, heilaþvott og þvaður og kynjafræðin. Ítrekuðum rannsóknarniðurstöðum er andmælt af því að fólk er „á annarri skoðun“ og „sammála um að vera ósammála“. María greinir frá því að hún reyni oft að rökræða við fólk á samfélagsmiðlum þegar farið sé með rangt mál um kynjafræðikennslu en „drullan, vanvirðingin og útúrsnúningarnir eru þvílík að það er ekki á nokkra manneskju leggjandi að standa í því argaþrasi.“ María fer yfir það sem henni sýnist margvíslegar ranghugmyndir um kynjafræðikennslu. María virðist sem sagt hætt að reyna að bjóða fram einhverjar staðreyndir sem hnekkja því sem Snorri segir. „Það má ypta öxlum og ranghvolfa augunum yfir röfli í athugasemdakerfum samfélagsmiðla en þegar sama orðræða er komin í ræðustól Alþingis er kominn tími til að velta fyrir okkur á hvaða vegferð við erum og hver tilgangur stjórnmálamanna sé sem tala svona.“ María segir þetta nefnilega ekkert nýtt og ekki sé þetta frumlegt tal, að einhver þori meðan aðrir þegi. Eldgamalt trix „Tal gegn jafnrétti og jafnréttisbaráttu er eldgamalt trix og þau sem þekkja veraldarsöguna vita vel hverjar afleiðingarnar geta verið.“ María viðurkennir að hún sé skíthrædd við „þennan áróður gegn kynjafræðikennslu, ekki bara vegna þess að hann byggist fyrst og fremst á rangfærslum og lygum heldur vegna þess að hann talar inn í þá orðræðu sem við erum hve mest að reyna að vinna gegn með kynjafræðikennslu. Snorri velti því upp í gær hvers vegna enginn þingmaður annar en hann þyrði að hafa á þessu orð og hann hefur nú fengið svarið við því, að hluta.vísir/vilhelm Þótt dulbúinn sé sem „skynsemishyggja“ eða hvað sem fólk kýs að kalla það, er þessi áróður uppsprottinn af nákvæmlega sama stað og reiði ungra karla, ofbeldishegðun, vanlíðan og einmanaleiki og hann ýtir undir nákvæmlega það sem við sem samfélag viljum helst útrýma.“ Og María klikkir út, við mikinn fögnuð, því að vandamálið séu nefnilega ekki kynjafræðikennarar heldur þvert á móti. „Spyrjið bara nemendur okkar.” Alþingi Samfélagsmiðlar Miðflokkurinn Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Snorri hélt því fram að Viðreisn hafi tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænna óbreytta og hafði mörg orð um jafnréttisiðnaðinn, þar á meðal kynjafræðina sem hann hafði sitthvað við að athuga: „Unnið verði áfram að innleiðingu jafnlaunavottunar“ – jafnvel þótt vísindaleg rannsókn háskólans hafi sýnt að vottunin hefur engin áhrif haft á launamun kynjanna og kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna málsins sé nú talinn munu ná upp í 20 milljarða króna þegar uppi er staðið. Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir. „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í sjávarútvegi og fiskeldi.“ „Markviss söfnun kyngreindra tölfræðigagna í landbúnaði.“ Kennarar í framhaldsskólum verði „fræddir“ um kynjafræði „til að tryggja inngildingu“ og „færni kennara til að flétta kynjafræði inn í aðra kennslu.“ „Flétta jafnréttisfræðslu inn í kennslu á öllum skólastigum“ - þar á meðal á leikskólum. Sem sagt tryggja innrætingu á alla línuna. Þetta er meðal þess sem Snorri hafði fram að færa og í samtali við Vísi undraðist hann það hvers vegna enginn þingmaður þyrði að hafa á þessu orð því innihaldsleysið blasti við honum. Takk María! En það sýndi sig kannski í gær að ýmsir eru ekki á sama máli. Svo virðist í það minnsta ef lesinn er pistill sem María Hjálmtýsdóttir birti en nú hafa um 78 deilt þeim skrifum. Þar eru Snorra ekki vandaðar kveðjurnar. Með deilingunum fylgja gjarnan orð á borð við „Takk María“. Og svo eru Snorra fundin hin verstu orð, að hætti hússins. Svo virðist sem um sjálfsprottið frekar en samstillt átak sé að ræða: „Sem aðalritara Félags kynjafræðikennara finn ég mig knúna til að bregðast við ummælum þingmanns Miðflokksins á Alþingi okkar Íslendinga þar sem hann fer með rangfærslur og hræðsluáróður um kynjafræðikennslu í skólum landsins. Ræðan minnir um margt á þá brælu sem Bandaríkjaforseti og hans lið básúna yfir heimsbyggðina þessa dagana en þar er hatrið orðið svo mikið að jafnvel hörðustu nöglum stendur ekki á sama.“ Þannig hefst pistill Maríu. Hún segir að í ræðustól Alþingis sé því haldið blákalt fram að kynjafræðikennsla sé innræting sem snúist um að fórnarlambsvæða stúlkur. „Kynjafræðikennarar eru ásakaðir um að kenna strákum að víkja fyrir stúlkunum og skammast sín fyrir sitt „náttúrulega ástand“, karlmennskuna. Eins og það sé ekki nóg erum við sökuð um að kenna nemendum okkar að það að vera karlmaður sé á einhvern hátt eitrað.“ Sammála um að vera ósammála Og María heldur áfram: „Það eru sjálfsagt fáar fræðigreinar sem verða fyrir jafn hatrömmum ásökunum um innrætingu, heilaþvott og þvaður og kynjafræðin. Ítrekuðum rannsóknarniðurstöðum er andmælt af því að fólk er „á annarri skoðun“ og „sammála um að vera ósammála“. María greinir frá því að hún reyni oft að rökræða við fólk á samfélagsmiðlum þegar farið sé með rangt mál um kynjafræðikennslu en „drullan, vanvirðingin og útúrsnúningarnir eru þvílík að það er ekki á nokkra manneskju leggjandi að standa í því argaþrasi.“ María fer yfir það sem henni sýnist margvíslegar ranghugmyndir um kynjafræðikennslu. María virðist sem sagt hætt að reyna að bjóða fram einhverjar staðreyndir sem hnekkja því sem Snorri segir. „Það má ypta öxlum og ranghvolfa augunum yfir röfli í athugasemdakerfum samfélagsmiðla en þegar sama orðræða er komin í ræðustól Alþingis er kominn tími til að velta fyrir okkur á hvaða vegferð við erum og hver tilgangur stjórnmálamanna sé sem tala svona.“ María segir þetta nefnilega ekkert nýtt og ekki sé þetta frumlegt tal, að einhver þori meðan aðrir þegi. Eldgamalt trix „Tal gegn jafnrétti og jafnréttisbaráttu er eldgamalt trix og þau sem þekkja veraldarsöguna vita vel hverjar afleiðingarnar geta verið.“ María viðurkennir að hún sé skíthrædd við „þennan áróður gegn kynjafræðikennslu, ekki bara vegna þess að hann byggist fyrst og fremst á rangfærslum og lygum heldur vegna þess að hann talar inn í þá orðræðu sem við erum hve mest að reyna að vinna gegn með kynjafræðikennslu. Snorri velti því upp í gær hvers vegna enginn þingmaður annar en hann þyrði að hafa á þessu orð og hann hefur nú fengið svarið við því, að hluta.vísir/vilhelm Þótt dulbúinn sé sem „skynsemishyggja“ eða hvað sem fólk kýs að kalla það, er þessi áróður uppsprottinn af nákvæmlega sama stað og reiði ungra karla, ofbeldishegðun, vanlíðan og einmanaleiki og hann ýtir undir nákvæmlega það sem við sem samfélag viljum helst útrýma.“ Og María klikkir út, við mikinn fögnuð, því að vandamálið séu nefnilega ekki kynjafræðikennarar heldur þvert á móti. „Spyrjið bara nemendur okkar.”
Alþingi Samfélagsmiðlar Miðflokkurinn Jafnréttismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira