Erlent

Stjórnar­and­staðan tryggði sér meiri­hluta at­kvæða

Þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem í kosningabaráttunni börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Landskjörstjórn birti lokatölur sínar í morgun.

Erlent

„Það að tor­tíma Hamas er bara tíma­bundin lausn fyrir Ísrael“

Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn.

Erlent

Árásarmannsins enn leitað

Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn.

Erlent

Tveir látnir eftir skotárás í Brussel

Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað.

Erlent

Pólska ríkis­stjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“

Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað.

Erlent

Meintur „Bítill ISIS“ gengst við hryðjuverkastarfsemi

Maður sem grunaður er um að hafa verið einn af „Bítlum Íslamska ríkisins“, hefur játað aðild að hryðjuverkastarfsemi fyrir dómi í Bretlandi. Aine Leslie Davis játaði í morgun að hafa borið skotvopn í hryðjuverkatilgangi og gekkst hann einnig við tveimur ákærum um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi.

Erlent

Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador

Bananaerfinginn Daniel Noboa var í gærkvöldi kjörinn forseti Ekvador og verður hann sá yngsti til að sinna embættinu í sögu landsins. Noboa hefur heitið því að taka á ofbeldisöldu sem ríður yfir landið af hörku og auka atvinnustig ungs fólks.

Erlent

Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir

Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum.

Erlent

Eldsneyti sjúkrahúsa í Gasa að klárast og lík grafin í fjöldagröfum

Eldsneytisbirgðir sjúkrahúsa í Gasa klárast á næstu dögum sem gæti haft hörmulegar afleiðingar. Talið er að 600 þúsund Palestínumenn hafi flúið norður-Gasa og tugir þúsunda leitað öruggs skjóls við spítala. Grafa þurfti hundrað manns í fjöldagröf til að rýma líkhús stærsta spítalans í Gasaborg.

Erlent

Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám

Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum.

Erlent

Þungir bílar borgi hærri bílastæðagjöld

Tvær borgir í Frakklandi ráðgera að láta eigendur stærri bíla borga meira í bílastæðagjöld í framtíðinni en eigendur lítilla bíla. Þeir taki meira pláss og séu hættulegri í umferðinni.

Erlent

Hamas liðar hafi verið orðnir ör­væntingar­fullir

Albert Jóns­son, sér­fræðingur í al­þjóða­málum, segir ó­hjá­kvæmi­legt að Ísraels­her muni her­nema Gasa­ströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast á­hyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í sam­skiptum Ísraela við aðrar Araba­þjóðir í Mið­austur­löndum.

Erlent

Kosningar í Pól­landi: Tví­sýnt hvernig fer

Kjör­dagur er runninn upp í Pól­landi þar sem þing­kosningar fara fram í dag. Kjör­staðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðar­tíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Sam­hliða ganga Pól­verjar til þjóðar­at­kvæða­greiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðana­kannanir er alls ó­víst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi sam­steypu­stjórn.

Erlent

Hafi þrjár klukku­stundir til að flýja Gasa

Þúsundir Palestínu­manna halda á­fram að flýja frá norður­hluta Gasa­strandar í að­draganda inn­rásar Ísraels­hers. Herinn hefur til­kynnt að inn­rásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraels­mönnum að bregðast við haldi Ísraelar á­fram hernaði sínum gegn Gasa.

Erlent