Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 16:54 Hermenn á lofti yfir Tibu í Catatumbo-héraði í Kólumbíu. EPA/MARIO CAICEDO Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela. Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni. Kólumbía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Með því að lýsa yfir neyðarástandi í héraðinu opnast 270 daga tímabil þar sem forsetinn getur sett á útgöngubann, stöðvað umferð fólks og gripið til annarra ráðstafana sem þyrftu annars samþykkt þingsins. AP fréttaveitan segir að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í átökum í héraðinu undanfarna viku og að um 36 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Umrædd átök eru á milli hópa sem kallast ELN og leifa hins fræga hóps FARC. ELN hefur um langt skeið verið með stjórn á Catatumbo en uppreisnarmenn hópsins hafa í áratugi barist fyrir sósíalísku ríki að fordæmi Kúbu í Kólumbíu. Fyrr í vikunni endurnýjaði Petro handtökuskipanir á hendur 31 leiðtoga ELN, sem höfðu verið felldar úr gildi til að reyna að fá þá til að hætta byltingunni. Síðarnefndi hópurinn, FARC, er sömuleiðis kominn til ára sína en hann hefur lengi barist gegn yfirvöldum í Kólumbíu og var á árum áður alræmdur fyrir sprengjuárásir og mannrán. Eftir að leiðtogar hópsins skrifuðu undir friðarsamkomulag við ríkisstjórnina árið 2016 hafa flestir meðlimir hans yfirgefið hann. Aðrir hópar sem hafa meðal annars myndast úr leifum FARC hafa fyllt upp í tómarúmið sem myndaðist þegar FARC féll saman og þar á meðal er hópur sem kallast EMBF. Þeir sagðir hafa deilt við ELN um framleiðslu kókaíns. Meðlimir hópanna hafa farið um byggðir í héraðinu og myrt fólk sem talið er styðja hinn hópinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi um helgina ofbeldið í Catatumbo og kallaði eftir því að árásum gegn óbreyttum borgurum yrði hætt. Áður en Petro, sem er sjálfur fyrrverandi uppreisnarmaður, lýsti yfir neyðarástandi höfðu þúsundir hermanna verið sendir til héraðsins en þeir eru ekki sagðir hafa áorkað miklu gegn ofbeldisöldunni.
Kólumbía Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira