Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. janúar 2025 12:22 Gíslarnir fjórir voru kvenhermenn í Ísraelsher. AP Fjórum ísraelskum gíslum var sleppt úr haldi Hamas í Gasaborg í morgun. Búist er við að tvö hundruð palestínskum föngum í haldi Ísraels verði sleppt síðar í dag. Ísraelar segja Hamas hafa svikið þá um fimmta gíslinn en samtökin segja um tæknileg vandræði að ræða. Gíslarnir fjórir eru konur sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október 2023, þegar samtökin gerðu hryðjuverkaárás á tónlistarhátíð í Ísrael. Aðgerðin er hluti af vopnahléssamning sem Ísrael og Hamas samþykktu í síðustu viku. Skiptin eru hluti af fyrsta fasa vopnahlésins, sem miðar að því að binda endi á átökin á Gasa. Frá því að vopnahléssamningurinn tók gildi hafa ein slík skipti farið fram en þremur gíslum var sleppt úr haldi Hamas og í leið níutíu palestínskum föngum úr haldi Ísraels síðasta sunnudag. Í samkomulaginu um skipti dagsins fólst einnig lausn fimmta gíslsins en sem fyrr segir var einungis fjórum sleppt úr haldi í dag. Reuters hefur eftir talsmanni Ísraelshers að með þessu hafi Hamas brotið samkomulagið. Samtökin segja aftur á móti um tæknileg vandræði að ræða en ekki liggur fyrir hvers vegna fimmta gíslinum var ekki sleppt í dag. Búist er við að enduruppbygging á Gasa komi til með að taka mörg ár. Myndin er tekin í borginni Rafa, þar sem Ísraelsher hefur gjöreyðilagt göturnar með árásum sínum. AP Þá hefur Reuters eftir Hamas að búist sé við að tvö hundruð föngum verði sleppt úr haldi Ísraela í dag. Af þeim verði sjötíu vísað aftur til heimalands síns. Samkvæmt áætlun á fyrsti fasi vopnahlésins að taka sex vikur. Hann felur í sér lausn 33 ísraelskra gísla úr haldi Hamas og um 1900 palestínskra fanga úr haldi Ísraels. Fyrirhugað er að annar fasi vopnahlésins hefjist í byrjun febrúar, í miðjum fyrsta fasa. Hann felur í sér lausn allra gísla úr haldi Hamas og að Ísraelsher láti af hernaði á Gasa að fullu. Þriðji og síðasti fasinn felur í sér að Hamas afhendi líkamsleifar gísla sem létust í haldi þeirra og enduruppbyggingu á Gasa. Búist er við að sá fasi taki mörg ár. Hátt í fimmtíu þúsund Gasabúar hafa verið drepnir frá því í október 2023, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Um 1200 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum Hamas í byrjun október 2023 og 251 var tekinn í gíslatöku. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Gíslarnir fjórir eru konur sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október 2023, þegar samtökin gerðu hryðjuverkaárás á tónlistarhátíð í Ísrael. Aðgerðin er hluti af vopnahléssamning sem Ísrael og Hamas samþykktu í síðustu viku. Skiptin eru hluti af fyrsta fasa vopnahlésins, sem miðar að því að binda endi á átökin á Gasa. Frá því að vopnahléssamningurinn tók gildi hafa ein slík skipti farið fram en þremur gíslum var sleppt úr haldi Hamas og í leið níutíu palestínskum föngum úr haldi Ísraels síðasta sunnudag. Í samkomulaginu um skipti dagsins fólst einnig lausn fimmta gíslsins en sem fyrr segir var einungis fjórum sleppt úr haldi í dag. Reuters hefur eftir talsmanni Ísraelshers að með þessu hafi Hamas brotið samkomulagið. Samtökin segja aftur á móti um tæknileg vandræði að ræða en ekki liggur fyrir hvers vegna fimmta gíslinum var ekki sleppt í dag. Búist er við að enduruppbygging á Gasa komi til með að taka mörg ár. Myndin er tekin í borginni Rafa, þar sem Ísraelsher hefur gjöreyðilagt göturnar með árásum sínum. AP Þá hefur Reuters eftir Hamas að búist sé við að tvö hundruð föngum verði sleppt úr haldi Ísraela í dag. Af þeim verði sjötíu vísað aftur til heimalands síns. Samkvæmt áætlun á fyrsti fasi vopnahlésins að taka sex vikur. Hann felur í sér lausn 33 ísraelskra gísla úr haldi Hamas og um 1900 palestínskra fanga úr haldi Ísraels. Fyrirhugað er að annar fasi vopnahlésins hefjist í byrjun febrúar, í miðjum fyrsta fasa. Hann felur í sér lausn allra gísla úr haldi Hamas og að Ísraelsher láti af hernaði á Gasa að fullu. Þriðji og síðasti fasinn felur í sér að Hamas afhendi líkamsleifar gísla sem létust í haldi þeirra og enduruppbyggingu á Gasa. Búist er við að sá fasi taki mörg ár. Hátt í fimmtíu þúsund Gasabúar hafa verið drepnir frá því í október 2023, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Um 1200 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum Hamas í byrjun október 2023 og 251 var tekinn í gíslatöku.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira