Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. janúar 2025 19:38 Það voru fagnaðarfundir í Petah Tikva þegar þyrla Ísraelshers lenti með fjóra gísla sem Hamas slepptu úr haldi í dag. Sömu sögu var að segja í Gasaborg þegar rúmlega 200 föngum Ísraelshers var sleppt úr haldi. AP Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi. Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Vopnaðir liðsmenn Hamas leiddu konurnar fjórar upp á svið í Gasaborg áður en þeim var sleppt í morgun. Þar veifuðu þær mannfjöldanum og ráku þumla upp í loft í gleði sinni. Starfsfólk Rauða krossins tók svo við konunum og fylgdi þeim yfir til Ísrael. Það var svo tilfinningarík stund þegar ungu konurnar sameinuðust fjölskyldum sínum eftir fimmtán mánuði í haldi Hamas. „Ég elska ykkur öll, fólkið í Ísrael, sem studduð fjölskyldur okkar og tókuð utan um þær og alla IDF-hermennina sem gerðu allt fyrir okkur. Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég elska ykkur,“ sagði Liri Albag við fjölmiðla eftir að henni var sleppt úr haldi í dag. Saka Hamas um brot á samkomulagi Lausn gíslanna er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas. Ísraelar sökuðu Hamas þó um brot á samkomulaginu í dag. „Hamas stóð ekki við skuldbindingar sínar um að sleppa fyrst óbreyttum kvenkyns gíslum eins og um var samið. Við erum staðráðin í að fá lausa Arbel Yehud, ísraelskan ríkisborgara, sem var rænt frá Nir Oz og einnig Shiri Bibas og börn hennar, Kfir og Ariel. Við höfum miklar áhyggjur af velferð þeirra,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins í dag. Parinu Arbel Yehud og Ariel Konio var rænt í árásinni 7. október 2023.Amir Levy/Getty Ágreiningur er einkum uppi um áðurnefnda Arbel Yehud, sem Hamast kveðst munu sleppa eftir viku. Fjöldi Palestínumanna sem vill komast norður á Gasa verður því að bíða, þar sem Ísraelsmenn hyggjast ekki opna fyrir leið þeirra fyrr en Yehud er laus úr haldi. Palestínsku fangarnir voru bornir á herðum Palestínubúa sem fögnuðu frelsi þeirra.AP/Mahmoud Illean Ísraelar slepptu þó tvö hundruð palestínskum föngum úr haldi í skiptum fyrir konurnar fjórar, samkvæmt samkomulagi. Föngunum var ákaft fagnað í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Sjötíu fangar af tvö hundruð, þeir sem dæmdir hafa verið fyrir alvarlegustu glæpina gegn Ísraelum, hafa þó þegar verið sendir úr landi. Sumir fara til Egyptalands en önnur nágrannaríki hafa einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira