Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. janúar 2025 07:58 Lík drengjanna fundust frosin við landamærin. No Name Kitchen/Collettivo Rotte Balcaniche Mannúðarsamtök segja yfirvöld í Búlgaríu hafa hunsað neyðarkall og hindrað sjálfboðaliða í því að bjarga þremur egypskum drengjum sem síðar fundust frosnir til dauða nærri landamærum Búlgaríu og Tyrklands. Samtökin, No Name Kitchen og Collettivo Rotte Balcaniche, hafa sett saman skýrslu um málið. Fjöldi fólks freistar þess að komast til Evrópu um fyrrnefnd landamæri en svæðið er erfitt yfirferðar og ekki síst yfir vetrartímann. Samkvæmt samtökunum var þeim gert viðvart um það 27. desember síðastliðinn að símtöl hefðu borist í neyðarlínu hjáparsamtaka þar sem talað var um þrjá táninga í hættu. Neyðarlínunni bárust hnit til að staðsetja drengina og sjálfboðaliðar gerðu ítrekaðar tilraunir til að koma þeim áfram til viðbragðsaðila. Þá freistuðu þeir þess einnig að komast sjálfir á staðinn. Samtökin segja lögregluyfirvöld hins vegar hafa hindrað för sjálfboðaliðanna, þrátt fyrir að hafa verið sýndar myndir af einum drengjanna í snjónum. Drengirnir þrír, Ahmed Samra, 17 ára, Ahmed Elawdan, 16 ára, og Seifalla Elbeltagy, 15 ára, fundust seinna látnir. Við lík Samra mátti sjá fótspor og hundaspor, sem samtökin segja benda til þess að lögregla hafi fundið drengina lifandi eða liðna en látið þá liggja áfram. Síðar, þegar komið var aftur að líkunum, höfðu sporin verið máð út. Í skýrslunni segir að yfirvöld hafi ítrekað hamlað björgunaraðgerðum sjálfboðaliða. Þeir hafi meðal annars verið áreittir af landamæravörðum og ein kona látin afklæðast á meðan verðirnir leituðu í fórum hennar. Samtökin hafa kallað eftir rannsókn á framgöngu yfirvalda í Búlgaríu í garð flóttafólks og sjálfboðaliða. Guardian fjallar ítarlega um málið. Búlgaría Flóttamenn Mannréttindi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Samtökin, No Name Kitchen og Collettivo Rotte Balcaniche, hafa sett saman skýrslu um málið. Fjöldi fólks freistar þess að komast til Evrópu um fyrrnefnd landamæri en svæðið er erfitt yfirferðar og ekki síst yfir vetrartímann. Samkvæmt samtökunum var þeim gert viðvart um það 27. desember síðastliðinn að símtöl hefðu borist í neyðarlínu hjáparsamtaka þar sem talað var um þrjá táninga í hættu. Neyðarlínunni bárust hnit til að staðsetja drengina og sjálfboðaliðar gerðu ítrekaðar tilraunir til að koma þeim áfram til viðbragðsaðila. Þá freistuðu þeir þess einnig að komast sjálfir á staðinn. Samtökin segja lögregluyfirvöld hins vegar hafa hindrað för sjálfboðaliðanna, þrátt fyrir að hafa verið sýndar myndir af einum drengjanna í snjónum. Drengirnir þrír, Ahmed Samra, 17 ára, Ahmed Elawdan, 16 ára, og Seifalla Elbeltagy, 15 ára, fundust seinna látnir. Við lík Samra mátti sjá fótspor og hundaspor, sem samtökin segja benda til þess að lögregla hafi fundið drengina lifandi eða liðna en látið þá liggja áfram. Síðar, þegar komið var aftur að líkunum, höfðu sporin verið máð út. Í skýrslunni segir að yfirvöld hafi ítrekað hamlað björgunaraðgerðum sjálfboðaliða. Þeir hafi meðal annars verið áreittir af landamæravörðum og ein kona látin afklæðast á meðan verðirnir leituðu í fórum hennar. Samtökin hafa kallað eftir rannsókn á framgöngu yfirvalda í Búlgaríu í garð flóttafólks og sjálfboðaliða. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Búlgaría Flóttamenn Mannréttindi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent