Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 23:24 Skipið liggur nú við ankeri undan Karlskrona í Svíþjóð. EPA/JOHAN NILSSON Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar. Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn. Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn.
Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent