Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 06:42 Trump ræðir við blaðamenn um borð í Air Force One. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið iðinn við kolann frá því að hann sór embættiseiðinn fyrir rúmri viku síðan en í gær undirritaði hann nokkrar forsetatilskipanir til viðbótar þeim tugum sem hann gaf út í síðustu viku. Tilskipanirnar varða meðal annars afnám allra DEI aðgerða í hernum, það er að segja aðgerðir er varða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu, eins og hefur verið gert í stjórnkerfinu öllu. Þá fjallaði ein tilskipunin um útrýmingu „kynjaöfgahyggju“ innan hersins. Tilskipunin hefur ekki verið birt en er talin varða trans fólk. Trump lýsti því yfir í fyrri forsetatíð sinni að hann hygðist banna trans fólk innan hersins; fókusinn þyrfti að vera á „ákveðnum og afdráttarlausum sigri“ án íþyngjandi lækniskostnaðar og annars álags vegna trans hermanna. Þá fyrirskipaði forsetinn í gær að allir þeir hermenn sem voru látnir fjúka fyrir að neita að gangast undir bólusetningu gegn Covid-19 fái stöður sínar á ný. Alþjóðasamvinna í uppnámi En stjórnvöld vestanhafs gerðu annað og meira en að setja hernum þrengri skorður í gær. Starfsmönnum sóttvarnastofnunarinnar (CDC) var meðal annars fyrirskipað að hætta samstundis öllu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðunin er sögð munu setja fjölda verkefna á erlendri grundu í uppnám, sem meðal annars varða útbreiðslu hættulegra sjúkdóma í Afríku. Öll erlend neyðaraðstoð er einnig í uppnámi en fjöldi starfsmanna U.S.Aid var settur í leyfi í gær, vegna gruns um að þeir hefðu unnið að því að komast framhjá tilskipun forsetans um stöðvun verkefna. Þá var fjölda saksóknara sagt upp, sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið að rannsókn mála gegn Trump í stjórnartíð Joe Biden. Sögðu yfirvöld að umræddum einstaklingum væri ekki treystandi til að fylgja eftir stefnu núverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Sjá meira
Tilskipanirnar varða meðal annars afnám allra DEI aðgerða í hernum, það er að segja aðgerðir er varða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu, eins og hefur verið gert í stjórnkerfinu öllu. Þá fjallaði ein tilskipunin um útrýmingu „kynjaöfgahyggju“ innan hersins. Tilskipunin hefur ekki verið birt en er talin varða trans fólk. Trump lýsti því yfir í fyrri forsetatíð sinni að hann hygðist banna trans fólk innan hersins; fókusinn þyrfti að vera á „ákveðnum og afdráttarlausum sigri“ án íþyngjandi lækniskostnaðar og annars álags vegna trans hermanna. Þá fyrirskipaði forsetinn í gær að allir þeir hermenn sem voru látnir fjúka fyrir að neita að gangast undir bólusetningu gegn Covid-19 fái stöður sínar á ný. Alþjóðasamvinna í uppnámi En stjórnvöld vestanhafs gerðu annað og meira en að setja hernum þrengri skorður í gær. Starfsmönnum sóttvarnastofnunarinnar (CDC) var meðal annars fyrirskipað að hætta samstundis öllu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðunin er sögð munu setja fjölda verkefna á erlendri grundu í uppnám, sem meðal annars varða útbreiðslu hættulegra sjúkdóma í Afríku. Öll erlend neyðaraðstoð er einnig í uppnámi en fjöldi starfsmanna U.S.Aid var settur í leyfi í gær, vegna gruns um að þeir hefðu unnið að því að komast framhjá tilskipun forsetans um stöðvun verkefna. Þá var fjölda saksóknara sagt upp, sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið að rannsókn mála gegn Trump í stjórnartíð Joe Biden. Sögðu yfirvöld að umræddum einstaklingum væri ekki treystandi til að fylgja eftir stefnu núverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Sjá meira