Fótbolti

„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði“

„Við töpuðum bara fyrir góðu liði. Náðum kannski ekki alveg að spila agressívt á móti þeim. Þær unnu öll návígi og það var erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV í Bochum eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.

Fótbolti

„Alls ekki nógu gott“

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var alls ekki ánægð með frammistöðu liðsins eftir 4-0 tap gegn Þjóðverjum í Þjóðadeild UEFA í dag.

Fótbolti

Meiðsli Rice ekki talin alvarleg

Meiðsli sem Declan Rice, miðjumaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, varð fyrir í Norður-Lundúna slagnum gegn Tottenham um síðastliðna helgi eru ekki talin alvarleg. 

Enski boltinn

Glódís einn besti leikmaður heims í dag

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það jafnist ekkert á við það að mæta Þjóðverjum í landsleik. Ísland leikur einmitt gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni ytra á morgun.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli

Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms.

Íslenski boltinn

Segir Messi ekki segja rétt frá

Nasser Al-Khelaifi, stjórnarmaður Paris Saint-Germain, segir Lionel Messi sé ekki að segja rétt frá þegar sá argentínski talar um það að Messi hafi verið sá eini sem fékk ekki viðurkenningu frá félaginu sínu fyrir að verða heimsmeistari í Katar í fyrra.

Fótbolti