156 prósent hærra verðlaunafé í boði fyrir stelpurnar okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2024 07:01 Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Telma Ívarsdóttir fagna sigri íslensku stelpnanna í leik á móti Serbíu í ár. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á sitt fimmta Evrópumót í röð næsta sumar en það verður mikill munur á einu frá Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan. Íslensku stelpurnar hefðu getað lent í mun erfiðari riðli en það verður samt krefjandi fyrir okkar konur að mæta Sviss, Noregi og Finnlandi á EM í Sviss í júlí 2025. Komist íslenska landsliðið áfram í útsláttarkeppnina þá eru miklu meiri peningar í boði en á síðasta Evrópumóti. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti að sambandið hafi hækkað verðlaunaféð á mótinu um 156 prósent. 41 milljón evra deilist nú út sem verðlaunafé á mótinu næsta sumar en sú upphæð var aðeins sextán milljónir evra á EM 2021. Fer úr 2,3 milljörðum íslenskra króna í næstum því sex milljarða króna. Verðlaunaféð var síðan aðeins átta milljónir evra á EM 2017 og hefur því næstum því fimmfaldast á aðeins átta árum. Þetta er vissulega jákvæð þróun en þessi upphæð er þó enn bara smámunir í samanburði við karlana sem skipta á milli sín þrjú hundruð milljónum evra. Meiri áhugi og frekari vinsældir kvennafótboltans þýða bara eitt og verðlaunaféð mun með sama áframhaldi halda áfram að taka stökk í næstu keppnum. Þetta boðar einnig gott fyrir reksturinn hér heima. Það er þegar ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fær að minnsta kosti 1,8 milljónir evra, 262 milljónir króna fyrir að komast inn á Evrópumótið í Sviss. Stelpurnar geta síðan hækkað þá upphæð með góðum árangri og með því að komast í átta liða úrslitin. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira
Íslensku stelpurnar hefðu getað lent í mun erfiðari riðli en það verður samt krefjandi fyrir okkar konur að mæta Sviss, Noregi og Finnlandi á EM í Sviss í júlí 2025. Komist íslenska landsliðið áfram í útsláttarkeppnina þá eru miklu meiri peningar í boði en á síðasta Evrópumóti. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti að sambandið hafi hækkað verðlaunaféð á mótinu um 156 prósent. 41 milljón evra deilist nú út sem verðlaunafé á mótinu næsta sumar en sú upphæð var aðeins sextán milljónir evra á EM 2021. Fer úr 2,3 milljörðum íslenskra króna í næstum því sex milljarða króna. Verðlaunaféð var síðan aðeins átta milljónir evra á EM 2017 og hefur því næstum því fimmfaldast á aðeins átta árum. Þetta er vissulega jákvæð þróun en þessi upphæð er þó enn bara smámunir í samanburði við karlana sem skipta á milli sín þrjú hundruð milljónum evra. Meiri áhugi og frekari vinsældir kvennafótboltans þýða bara eitt og verðlaunaféð mun með sama áframhaldi halda áfram að taka stökk í næstu keppnum. Þetta boðar einnig gott fyrir reksturinn hér heima. Það er þegar ljóst að Knattspyrnusamband Íslands fær að minnsta kosti 1,8 milljónir evra, 262 milljónir króna fyrir að komast inn á Evrópumótið í Sviss. Stelpurnar geta síðan hækkað þá upphæð með góðum árangri og með því að komast í átta liða úrslitin. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Fleiri fréttir Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Sjá meira