Fótbolti

Fara til Grikk­lands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Víkingur mun annað hvort mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga, eða Olimpija Ljublana.
Víkingur mun annað hvort mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga, eða Olimpija Ljublana.

Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Víkingar tryggðu sér umspilseinvígið í kvöld með því að sækja stig til Austurríkis. Leik þeirra gegn LASK lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingi yfir af vítapunktinum.

Nú liggur endanleg niðurröðun fyrir í Sambandsdeildinni. Víkingur endaði í 19. sæti, fyrir neðan þá var Borac Banja Luka í 20. sæti.

Liðin í 19. og 20. sæti geta dregist gegn liðunum í 13. og 14. sæti, sem eru Panathinaikos og Olimpija Ljublana. 

Spilað verður heima og að heiman þann 13. og 20. febrúar 2024. 

Panathinaikos frá Grikklandi er lið landsliðsmannanna Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar en sá síðarnefndi mun ekki spila fyrr en í fyrsta lagi næsta vor. 

Olimpija Ljublana er toppliðið í slóvensku úrvalsdeildinni en er, líkt og Víkingur, að spila í fyrsta sinn á lokastigi í Evrópukeppni. 

Staðan í deildinni frá 9. - 24. sætis. Liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×