Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 12:47 Víkingar eiga sér rosa góðan draum um að komast áfram í Sambandsdeild Evrópu. Þeir gætu þá mögulega mætt liði á borð við Real Betis í umspilsleikjum í febrúar, um sæti í 16-liða úrslitum. Vísir/Ernir Víkingar þurfa stig gegn LASK í Austurríki í kvöld til þess að þurfa ekki að treysta á nein önnur úrslit, í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eiga þó ágæta von um að komast á næsta stig keppninnar. Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka.
Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira