„Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 22:31 Vinicius Junior sést hér með verðlaun sín frá FIFA en fyrir aftan má sjá Gianni Infantino, forseta FIFA með Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid. Nú bætti allt Real fólkið á hófið. Getty/Christopher Pike Vinícius Júnior lét gagnrýnendur sína heyra það eftir að hann fékk verðlaunin sem besti fótboltamaður ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. „Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Spænski boltinn FIFA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Sjá meira
„Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Spænski boltinn FIFA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti