„Vissi hvað ég var að fara út í“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 15:47 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir fólki að hafa ekki áhyggjur af sér, eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk í gær þrátt fyrir að hafa reynst algjör bjargvættur á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag. Belgíski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag.
Belgíski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira