„Vissi hvað ég var að fara út í“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 15:47 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir fólki að hafa ekki áhyggjur af sér, eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk í gær þrátt fyrir að hafa reynst algjör bjargvættur á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag. Belgíski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag.
Belgíski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn