Enski boltinn

Leeds í­hugar að skipta aftur um stjóra

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leeds United á leiktíðinni. Liðið mátti þola stórt tap gegn nýliðum Bournemouth um liðna helgi og nú íhuga forráðamenn félagsins að reka Javi Gracia. Sá hefur aðeins verið í starfi í 10 vikur.

Enski boltinn

Er þetta stoð­sending ársins?

Jacob Murphy skoraði eitt af fjórum mörkum Newcastle United í 4-1 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins stoðsendingin sem stal fyrirsögnunum en Alexander Isak lék þá á hvern leikmann Everton á fætur öðrum.

Enski boltinn

Skoruðu sigur­markið í hinum marg­fræga „Fergi­e-tíma“

Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma.

Enski boltinn

Æfur Moyes vill afsökunarbeiðni frá VAR

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var æfur eftir tapið fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær og krafðist þess að fá afsökunarbeiðni frá dómarayfirvöldum vegna þess að Hamrarnir fengu ekki vítaspyrnu í leiknum.

Enski boltinn

Erling braut fjörutíu marka múrinn

Erling Haaland hefur komið með beinum hætti að fjörutíu mörkum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili, það er með því að skora sjálfur eða leggja upp mark fyrir félaga sína.

Enski boltinn

Tóku þeir Arsenal-liðið á taugum fyrir leik?

Úrslitaleikur eða ekki úrslitaleikur. Það virtist vera spurningin en bara hjá einum manni. Manchester City rúllaði upp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur nú allt í sínum höndum til að vinna enska titilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sex árum.

Enski boltinn