Tottenham keypti Kinsky frá Slavia Prag fyrir nokkrum dögum og hann þreytti frumraun sína fyrir liðið gegn Liverpool í undanúrslitum deildabikarsins í gær.
Hinn 21 árs Kinsky stóð heldur betur fyrir sínu í leiknum sem Spurs vann, 1-0. Hann varði alls sex skot og kom í veg fyrir að Liverpool skoraði.
Eftir leikinn fór Kinsky beint upp í stúku og kastaði sér í fang systur sinnar, Andreu, eins og sjá má hér fyrir neðan.
Spurs' new signing Antonin Kinsky sharing a beautiful moment with his sister after his side's Carabao Cup win against Liverpool 🥹 pic.twitter.com/5wSIMmh6ym
— Sky Sports Football (@SkyFootball) January 8, 2025
„Ég á mér stóra drauma en gat ekki leyft mér að dreyma um þetta. Ég er mjög ánægður fyrir hönd félagsins. Ég kom fyrir þremur dögum, allt er gott og fólkið er svo indælt,“ sagði Kinsky eftir leikinn gegn Liverpool.
„Þetta var systir mín. Í gær [í fyrradag] fékk að vita að það væri möguleiki að ég myndi spila svo ég hringdi strax í þau. Systir mín kom, kærasti hennar og foreldrar mínir. Ég var svo ánægður að hafa þau hérna á þessu einstaka kvöldi.“
Aðalmarkvörður Tottenham, Guglielmo Vicario, er frá vegna ökklameiðsla og varamarkvörðurinn Fraser Forster er veikur. Brandon Austin stóð í markinu gegn Newcastle United um helgina en Kinsky er væntanlega kominn framar í goggunarröðina en hann og jafnvel Forster eftir frammistöðuna í gær.