„Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 13:47 Joey Barton hefur stofnað hlaðvarp á meðan hann leitar nýs þjálfarastarfs. Hann stýrði Fleetwood Town frá 2018 til 2021 og tók sama ár við Bristol Rovers en hefur verið án starfs frá því að honum var sagt upp á þeim bænum 2023. Vísir/Getty Liverpool átti afskaplega gott haust undir stjórn nýs stjóra, Hollendingsins Arne Slot, og sat á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem og Meistaradeildar Evrópu um áramót. Mikið þarf að gerast til að Púllarar kasti frá sér toppsæti deildarinnar, samkvæmt fyrrum knattspyrnumanninum Joey Barton. Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Liverpool er með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir jafntefli við Manchester United síðustu helgi, en liðið á auk þess leik inni við Everton, eftir frestun á leik liðanna í vetur. Liðið hefur verið afar sannfærandi í haust og unnið 23 af 30 leikjum liðsins í öllum keppnum. Í fyrsta sinn á leiktíðinni mistókst Púllurum að vinna tvo leiki í röð í vikunni, með jafnteflinu við United og tapi fyrir Tottenham Hotspur í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Liverpool’s contract troubles! @Joey7Barton pic.twitter.com/6H69sKgEvr— Common Sense with Joey Barton (@Common_SensePod) January 8, 2025 Um var að ræða aðeins annað tap liðsins á tímabilinu, en hitt var gegn Nottingham Forest á Anfield í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Einhverjir óttast að mögulegar brotalamir séu farnar að sýna sig en fyrrum knattspyrnumaðurinn og -þjálfarinn Joey Barton, sem er frá Liverpool-borg, segir að aðeins eitt geti komið í veg fyrir það að Liverpool haldi toppsætinu til loka tímabilsins og fagni Englandsmeistaratitlinum. „Það eina sem getur orðið til þess að Liverpool kasti frá sér titlinum á þessari leiktíð er ef þessi samninga vitleysa heldur áfram. Eina leiðin fyrir þetta lið að klúðra titilbaráttunni er með því að gera sjálfum sér það,“ segir Barton í hlaðvarpi sínu, Common Sense with Joey Barton. Van Dijk sá eini sem er faglegur Barton vísar þarna til samningamála Egyptans Mohamed Salah, Hollendingsins Virgil van Dijk og enska bakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Samningar allra þriggja renna út í lok tímabils og hafa mál þeirra verið áberandi í umræðunni. Þá sérlega Salah og Alexander-Arnold. Sá fyrrnefndi hefur ítrekað tjáð sig um hægagang mála hjá stjórnendum félagsins og að þeir bjóði honum ekki nóg en Alexander-Arnold virðist hallur undir það að fara til Real Madrid á Spáni, sem lagði fram tilboð fyrr í þessum mánuði. „Mér sýnist Salah vilja nýjan samning, en gerir það með því að spila ákveðinn póker við Liverpool og sækist eftir sérlega háum samningi,“ segir Barton. „Virgil van Dijk hefur háttað sínum málum fagmannlega, eins og fyrirliðinn sem hann er, líkt og alvörugefinn einstaklingur sem vill vera táknmynd félagsins. Hann hagar þessu á réttan hátt,“ „Trent virðist fá mismunandi skilaboð frá þeim sem eru í kringum hann. Þegar ég heyri hann tala um að vilja vinna Gullboltann hugsa ég að einhver þurfi að segja honum að slaka á. Einhver þarf að segja við hann: Þú hefur unnið einn deildartitil og eina Meistaradeild og varst þriðji kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu á toppi ferilsins,“ segir Barton.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira