Enski boltinn

Rekinn frá West Ham og Potter að taka við

Sindri Sverrisson skrifar
Julen Lopetegui hefur verið rekinn úr starfi hjá West Ham en lokaleikur liðsins undir hans stjórn var 4-1 tap gegn Manchester City um helgina.
Julen Lopetegui hefur verið rekinn úr starfi hjá West Ham en lokaleikur liðsins undir hans stjórn var 4-1 tap gegn Manchester City um helgina. Getty

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur rekið Julen Lopetegui úr starfi knattspyrnustjóra og nýr maður er að taka við.

Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Graham Potter sé að taka við liðinu og því ljóst að Hamrarnir verða ekki stjóralausir lengi.

Lopetegui fékk ekki langan tíma í brúnni hjá West Ham en hann tók við liðinu af David Moyes í sumar og náði aðeins að stýra því í tuttugu leikjum.

Spánverjinn skilur við West Ham í 14. sæti, eftir aðeins sex deildarsigra, en félagið varði yfir 130 milljónum punda í leikmenn í sumar.

Potter hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea í apríl 2023. Potter hafði áður einnig stýrt Brighton í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×