Sport

Al­freð kom á ó­vart með vali sínu

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 19 leikmenn sem hann ætlar að treysta á þegar kemur að Evrópumótinu í janúar en þar verða Þjóðverjar á heimavelli.

Handbolti

Teitur fer til Guð­jóns Vals

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson hefur ákveðið að skipta um félag í Þýskalandi næsta sumar og gerast lærisveinn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach.

Handbolti

UEFA og FIFA í ó­rétti gegn Ofurdeildinni

Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu.

Fótbolti

Mjög stutt í að Svein­dís Jane snúi aftur

Það er mjög stutt í að við fáum að sjá ís­­lensku lands­liðs­­konuna Svein­­dísi Jane Jóns­dóttur, leik­mann Wolfs­burg, aftur inn á knatt­­spyrnu­vellinum eftir meiðsla­hrjáða mánuði. Þessi öflugi leik­­maður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt at­vinnu sinni að fullu að undan­förnu. Hún er rit­höfundur nýrrar barna­­bókar sem kom út núna fyrir jólin.

Fótbolti

Stórt klúður þegar treyjur lands­liðsins voru seldar

Fjöldi stuðningsmanna íslensku handboltalandsliðanna, og ástvinir sem vilja gleðja slíka um jólin, leita nú í örvæntingu að einhverjum til að skipta við á landsliðstreyju eftir að röngum stærðum var útdeilt til fólks. Markaðsstjóri HSÍ segir að í dag sé hægt að panta treyjur í réttri stærð og að söluaðili ætli að koma til móts við svikna kaupendur.

Handbolti

„Þetta er nú bara svona á hverju ári“

Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Dan­merkur í upp­hafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaup­manna­hafnar, meira reiðu­búinn en áður til þess að láta til sín taka.

Fótbolti

Liverpool og Chelsea gætu aftur mæst í úr­slitum

Rétt í þessu var dregið í undanúrslit enska deildarbikarsins og líkegt þykir að Liverpool og Chelsea mætist aftur í bikarúrslitaleik. Liðin léku til úrslita í bæði FA- og deildarbikarnum árið 2022, báðir leikir enduðu með 0-0 jafntefli. 

Enski boltinn

Sex­tán ára strákur stal senunni

Luke Littler hefur vakið mikla athygli og er sannkallað undrabarn í pílukasti. Þessi sextán ára gamli strákur stal algjörlega senunni þegar hann þreytti frumraun sína á heimsmeistaramótinu í kvöld. 

Sport