Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 08:33 Jack Nicklaus afhendir Scheffler verðlaunagripinn. Michael Reaves/Getty Images Scottie Scheffler vann Minningarmótið annað árið í röð, titill sem einungis Tiger Woods hafði áður tekist að verja. Scheffler vann mótið með yfirburðum, fjórum höggum betur en næsti maður á eftir, og hefur nú unnið þrjú af fjórum mótum síðastliðinn mánuð. Þar til í gær var Tiger Woods sá eini sem hafði unnið þetta mikilsverða og sögufrægra mót, hann gerði það reyndar þrjú ár í röð frá 1999 - 2001. Nú hefur Scottie Scheffler leikið afrekið eftir. RUNNING IT BACK AT JACK'S! 🏆🏆 Scottie Scheffler joins Tiger Woods as the only back-to-back winners of the Memorial! pic.twitter.com/ZhVD5eCwLZ— Golf Digest (@GolfDigest) June 1, 2025 Scheffler var með eins höggs forystu fyrir lokadaginn, sem hann lék betur en allir aðrir, og stóð uppi sem sigurvegari tíu höggum undir pari, með fjögurra högga forystu á Ben Griffin sem varð annar. Minningarmótið er haldið á hverju ári af golfgoðsögninni Jack Nicklaus, á Muirfield vellinum sem hann hannaði og byggði, til minningar um kylfinga sem fallnir eru frá. „Þetta er alltaf erfið vika. Þetta mót er alltaf ofboðslega erfitt. Ben gerði hlutina spennandi en heilt yfir var þetta alveg frábær vika“ sagði Scheffler eftir að hann tók við titlinum. Scottie Scheffler's win at the Memorial Tournament caps off a historic month:Byron Nelson (1st): $1,782,000PGA Championship (1st): $3,420,000Charles Schwab (T4): $427,500Memorial Tournament (1st): $4,000,000That's nearly $10 million in earnings in 30 days. pic.twitter.com/zMZfWSBKf8— Joe Pompliano (@JoePompliano) June 1, 2025 Scheffler hefur verið sjóðheitur síðastliðinn mánuð og unnið þremur af fjórum mótum sem hann hefur spilað. Byron Nelson bikarinn í Suður-Afríku fór á loft áður en Scheffler vann PGA meistaramótið. Ben Griffin, sem varð í öðru sæti á Minningarmótinu, er eini maðurinn sem hefur unnið keppni þar sem Scheffler hefur tekið þátt síðastliðinn mánuð. Charles Schwab bikarinn, þar sem Scheffler varð fjórði. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þar til í gær var Tiger Woods sá eini sem hafði unnið þetta mikilsverða og sögufrægra mót, hann gerði það reyndar þrjú ár í röð frá 1999 - 2001. Nú hefur Scottie Scheffler leikið afrekið eftir. RUNNING IT BACK AT JACK'S! 🏆🏆 Scottie Scheffler joins Tiger Woods as the only back-to-back winners of the Memorial! pic.twitter.com/ZhVD5eCwLZ— Golf Digest (@GolfDigest) June 1, 2025 Scheffler var með eins höggs forystu fyrir lokadaginn, sem hann lék betur en allir aðrir, og stóð uppi sem sigurvegari tíu höggum undir pari, með fjögurra högga forystu á Ben Griffin sem varð annar. Minningarmótið er haldið á hverju ári af golfgoðsögninni Jack Nicklaus, á Muirfield vellinum sem hann hannaði og byggði, til minningar um kylfinga sem fallnir eru frá. „Þetta er alltaf erfið vika. Þetta mót er alltaf ofboðslega erfitt. Ben gerði hlutina spennandi en heilt yfir var þetta alveg frábær vika“ sagði Scheffler eftir að hann tók við titlinum. Scottie Scheffler's win at the Memorial Tournament caps off a historic month:Byron Nelson (1st): $1,782,000PGA Championship (1st): $3,420,000Charles Schwab (T4): $427,500Memorial Tournament (1st): $4,000,000That's nearly $10 million in earnings in 30 days. pic.twitter.com/zMZfWSBKf8— Joe Pompliano (@JoePompliano) June 1, 2025 Scheffler hefur verið sjóðheitur síðastliðinn mánuð og unnið þremur af fjórum mótum sem hann hefur spilað. Byron Nelson bikarinn í Suður-Afríku fór á loft áður en Scheffler vann PGA meistaramótið. Ben Griffin, sem varð í öðru sæti á Minningarmótinu, er eini maðurinn sem hefur unnið keppni þar sem Scheffler hefur tekið þátt síðastliðinn mánuð. Charles Schwab bikarinn, þar sem Scheffler varð fjórði.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira