Fréttir

Al­gjör­lega ljóst að ekki sé búandi í Grinda­vík

Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. 

Innlent

Innantómir fagurgalar og Dagur aug­ljós­lega mjög á­hrifa­mikill

Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni.  Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins.

Innlent

Leita manns sem skvetti eitur­efnum framan í mæðgur

Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið.

Erlent

Pall­borðið á Vísi í dag: Er ógn eld­gosa að færast nær höfuð­borgar­svæðinu?

Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands.

Innlent

Búast við eld­gosi á næstu dögum

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Magn kviku er orðið svipað og það var fyrir síðasta gos. Jarðvísindamenn búast við nýjum atburði, kvikuhlaupi, sem gæti leitt til eldgoss á næstu dögum eða rúmri viku. 

Innlent

Segja bréf HS Veitna ó­tíma­bært og taktlaust

Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi.

Innlent

Varað við asa­hláku, hálku og miklum leysingum

Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á landinu í dag en að hún verði þó ekki jafn hvöss og í gær. Má reikna með að vindur verði yfirleitt átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það hlýnar þegar líður á daginn og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna asahláku.

Veður

Herinn hefur tapað tugum bæja í hendur upp­reisnar­manna

Hersveitir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar hafa þurft að þola hvern ósigurinn á fætur öðrum í átökum við uppreisnarmenn á undanförnum mánuðum. Þremur árum eftir að herforingjastjórnin rændi völdum af ríkisstjórn nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, hefur ­herforingjastjórnin aldrei verið í verri stöðu en nú.

Erlent