Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2025 08:41 Viðbragðsaðilar voru þegar komnir á vettvang þegar sprengingin varð. Eins og má sjá á myndinni virðist þessi sjúkrabíll hafa orðið fyrir sprengingunni. Vísir/AP Tugir eru slasaðir í kjölfar þess að sprenging varð á bensínstöð í Róm í morgun. Slökkviliðs- og lögreglumenn eru meðal slasaðra. Sprengingin átti sér stað í suðausturhluta borgarinnar samkvæmt ítölskum miðlum. Sprengingin varð rétt eftir klukkan átta í morgun að staðartíma. Á vef Corrierre Della Sera segir að reykur hafi stigið allt að tíu metra upp í loft eftir að sprengingin varð. Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og einhverjir þeirra slasaðir að sögn miðilsins, en þó ekki í lífshættu. Haft er eftir Domenico Pianese, yfirmanni hjá lögreglunni í Róm, að fylgst sé vel með nærliggjandi byggingum. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn sem kviknaði út frá sprengingunni. Bensínstöðin er í útjaðri borgarinnar. Sprengingin var nokkuð kröftug. Vísir/AP Í fréttinni er að finna myndir og myndband af sprengingingunni sem virðist hafa verið afar kröftug og hávær. Samkvæmt sjónarvottum var fyrst eldur og svo tvær sprengingar í röð og sú seinni kröftugri. Viðbragðsaðilar voru þegar á vettvangi vegna brunans og slösuðust einhverjir þeirra því þegar sprengingin sprakk. Aðrir sem slösuðust hafi verið ökumenn sem voru í biðröð. Í fréttinni segir að ástæða sprengingarinnar sé til rannsóknar en svo virðist sem bifreið hafi verið ekið á bensíndæluna. Í frétt Corrierre Della Sera segir jafnframt að nálægt bensínstöðinni sé að finna leikskóla og íþróttasvæði. Gluggar í nærliggjandi byggingum sprungu og er lögreglan að kanna vettvanginn. Mikill reykur var á svæðinu í kjölfar sprengingar og bruna. Vísir/AP Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segist í fréttinni fylgjast með stöðunni. Hún hefur talað við Roberto Gualtieri borgarstjóra Rómar og er í stöðugu samtali við Alfredo Mantovano ráðherra sem fær nýjustu fréttir af vinnu viðbragðsaðila á vettvangi. Ítalía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Á vef Corrierre Della Sera segir að reykur hafi stigið allt að tíu metra upp í loft eftir að sprengingin varð. Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og einhverjir þeirra slasaðir að sögn miðilsins, en þó ekki í lífshættu. Haft er eftir Domenico Pianese, yfirmanni hjá lögreglunni í Róm, að fylgst sé vel með nærliggjandi byggingum. Slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn sem kviknaði út frá sprengingunni. Bensínstöðin er í útjaðri borgarinnar. Sprengingin var nokkuð kröftug. Vísir/AP Í fréttinni er að finna myndir og myndband af sprengingingunni sem virðist hafa verið afar kröftug og hávær. Samkvæmt sjónarvottum var fyrst eldur og svo tvær sprengingar í röð og sú seinni kröftugri. Viðbragðsaðilar voru þegar á vettvangi vegna brunans og slösuðust einhverjir þeirra því þegar sprengingin sprakk. Aðrir sem slösuðust hafi verið ökumenn sem voru í biðröð. Í fréttinni segir að ástæða sprengingarinnar sé til rannsóknar en svo virðist sem bifreið hafi verið ekið á bensíndæluna. Í frétt Corrierre Della Sera segir jafnframt að nálægt bensínstöðinni sé að finna leikskóla og íþróttasvæði. Gluggar í nærliggjandi byggingum sprungu og er lögreglan að kanna vettvanginn. Mikill reykur var á svæðinu í kjölfar sprengingar og bruna. Vísir/AP Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segist í fréttinni fylgjast með stöðunni. Hún hefur talað við Roberto Gualtieri borgarstjóra Rómar og er í stöðugu samtali við Alfredo Mantovano ráðherra sem fær nýjustu fréttir af vinnu viðbragðsaðila á vettvangi.
Ítalía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira