Fréttir „Loksins tækifæri fyrir þjóðina“ „Þetta er fyrst og fremst loksins tækifæri fyrir þjóðina. Það er jákvætt að fólkið sé aftur að fá valdið í sínar hendur, þannig við erum bara einbeitt í því að bjóða upp á nýtt upphaf fyrir fólk með Samfylkingunni.“ Innlent 13.10.2024 17:02 Taldi þingrof og kosningar ekki vera næst á dagskrá Formaður Vinstri grænna er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í stjórnmálunum eftir að forsætisráðherra tilkynnti um að hann vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þá sé það umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé í annað sinn sem stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar heldur ekki út kjörtímabilið. Ákvörðun Bjarna hafi því komið sér á óvart. Innlent 13.10.2024 16:57 „Framkoma Bjarna kom svolítið flatt upp á mann“ Það kom flatt upp á Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata, að Bjarni Benediktsson hafi boðað að þing verði rofið og boðað til kosninga með þeim hætti og hann gerði í dag. Hins vegar fagnar hún því að ríkisstjórnin sé sprungin. Innlent 13.10.2024 16:43 Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið. Innlent 13.10.2024 15:40 Ríkisstjórnin sprungin Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að rjúfa þing og boða til kosninga í lok nóvember. Hann ætlar sér sjálfur að vera áfram formaður og gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum. Bjarni fer á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, klukkan níu í fyrramálið. Innlent 13.10.2024 14:51 Bændur eru skilvísir með greiðslu lána sinna Bændur geta nú fengið 90% lán hjá Byggðastofnun og hefur það gert ungu fólki kleyft að hefja búskap. Á þessu ári er búið að samþykkja ellefu slík lán vegna kynslóðaskipta í sveitum landsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir bændur mjög skilvísa lánveitendur. Innlent 13.10.2024 14:05 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. Erlent 13.10.2024 13:56 Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. Innlent 13.10.2024 13:20 Vill friðargæsluliðið út úr Suður-Líbanon strax Forsætisráðherra Ísraels krefst þess að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna dragi friðargæslulið þeirra frá Líbanon nú þegar. Tugir ríkja hafa fordæmt árásir Ísraela á friðargæsluliðana undanfarna daga. Erlent 13.10.2024 13:15 Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki geta horft framhjá yfirlýsingu Vinstri grænna um að ákveðin mál stjórnarsáttmálans muni ekki klárast. Það sé vissulega hægt að hafa vinnufrið á meðan vinnan sé engin. Innlent 13.10.2024 12:22 Kennarar æfir út í borgarstjóra, ríkisstjórnin og fjármál ungra bænda Kennarar eru óánægðir með ummæli sem borgarstjóri lét falla á ráðstefnu um helgina. Við ræðum við fulltrúa kennara og heyrum ummæli borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 13.10.2024 11:46 Þurfa að læra að lifa með takmörkunum vegna jarðhræringanna Formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur segir að fólk þurfi að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar á Reykjanesi setja á sama tíma og unnið sé að því að auka aðgengi að bænum. Tillögur um það verða kynntar á allra næstunni. Innlent 13.10.2024 11:35 „Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ „Maður „lokar” auðvitað aldrei á þessa reynslu þannig séð. Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina og maður þarf að lifa með því,“ segir Alex Jóhannsson en hann varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns barnaverndar þegar hann var barn og unglingur. Brotin áttu eftir að hafa alvarlegar og langvarandi áhrif á líf hans en umræddur starfsmaður var á sínum tíma dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa brotið á Alex, og fleiri börnum. Innlent 13.10.2024 10:22 Ríkisstjórnarsamstarfið, verkalýðsmál og opnun Grindavíkur Hugmyndir um opnun Grindavíkur, verkalýðsmálin og ríkisstjórnarsamstarfið eru á dagskrá Sprengisands sem hefst klukkan 10. Innlent 13.10.2024 10:08 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Erlent 13.10.2024 10:00 Nýja skipið mun betra Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag. Innlent 13.10.2024 09:43 Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. Innlent 13.10.2024 09:09 Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Erlent 13.10.2024 08:20 Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Ýmislegt reyndist óbótavant þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti skipulögðu eftirliti með veitingahúsum víða um borgina í nótt. Nokkur veitingahús eru sögð mega eiga von á kæru. Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Innlent 13.10.2024 07:24 Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Hundrað og fjögur ríki eiga aðild að sameiginlegri stuðningsyfirlýsingu við António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að stjórnvöld í Ísrael lýstu hann „persona non grata“. Erlent 12.10.2024 23:34 Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling hefur samið um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. Þetta er einn stærsti samningur í sögu fyrirtækisins en með honum stefnir í að framleiðslumagn vistvæns eldsneytis á grunni íslenskrar tækni dugi til orkuskipta á öllum íslenska skipaflotanum. Innlent 12.10.2024 22:44 Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Hjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev tryggðu sér brons í latín dönsum í dag, í flokki atvinnumanna á Evrópumeistaramóti World DanceSport Federation í Leipzig. Innlent 12.10.2024 22:38 Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur kynnt fyrirætlanir stjórnvalda í landinu um að taka tímabundið úr gildi réttinn til að óska hælis. Erlent 12.10.2024 21:57 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Erlent 12.10.2024 21:23 Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Á fjórða tug Pólverja komu saman í dag og mótmæltu því fyrir utan áfangaheimilið Vernd að nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir að hafa stungið mann til bana sé laus úr fangelsi einu og hálfu ári seinna. Innlent 12.10.2024 21:06 Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. Innlent 12.10.2024 20:32 Meðalaldur bænda er 66 ár - Tryggja þarf nýliðun „Það er mikill kraftur í tengslum við allt í kringum íslenskan landbúnað“, segir formaður Bændasamtaka á Íslands á sama tíma og hann leggur áherslu á nýliðun í bændastéttinni en meðal aldur bænda er 66 ár í dag. Innlent 12.10.2024 20:05 Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ Innlent 12.10.2024 18:50 Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Innlent 12.10.2024 18:14 Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins er ekki ljós, en forystumenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast tilbúnir í kosningar. Þeir útiloka ekki að mynda ríkisstjórn hvor með öðrum, fái þeir til þess umboð kjósenda. Innlent 12.10.2024 18:09 « ‹ 123 124 125 126 127 128 129 130 131 … 334 ›
„Loksins tækifæri fyrir þjóðina“ „Þetta er fyrst og fremst loksins tækifæri fyrir þjóðina. Það er jákvætt að fólkið sé aftur að fá valdið í sínar hendur, þannig við erum bara einbeitt í því að bjóða upp á nýtt upphaf fyrir fólk með Samfylkingunni.“ Innlent 13.10.2024 17:02
Taldi þingrof og kosningar ekki vera næst á dagskrá Formaður Vinstri grænna er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í stjórnmálunum eftir að forsætisráðherra tilkynnti um að hann vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þá sé það umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé í annað sinn sem stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar heldur ekki út kjörtímabilið. Ákvörðun Bjarna hafi því komið sér á óvart. Innlent 13.10.2024 16:57
„Framkoma Bjarna kom svolítið flatt upp á mann“ Það kom flatt upp á Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata, að Bjarni Benediktsson hafi boðað að þing verði rofið og boðað til kosninga með þeim hætti og hann gerði í dag. Hins vegar fagnar hún því að ríkisstjórnin sé sprungin. Innlent 13.10.2024 16:43
Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið. Innlent 13.10.2024 15:40
Ríkisstjórnin sprungin Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að rjúfa þing og boða til kosninga í lok nóvember. Hann ætlar sér sjálfur að vera áfram formaður og gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum. Bjarni fer á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, klukkan níu í fyrramálið. Innlent 13.10.2024 14:51
Bændur eru skilvísir með greiðslu lána sinna Bændur geta nú fengið 90% lán hjá Byggðastofnun og hefur það gert ungu fólki kleyft að hefja búskap. Á þessu ári er búið að samþykkja ellefu slík lán vegna kynslóðaskipta í sveitum landsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir bændur mjög skilvísa lánveitendur. Innlent 13.10.2024 14:05
Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. Erlent 13.10.2024 13:56
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. Innlent 13.10.2024 13:20
Vill friðargæsluliðið út úr Suður-Líbanon strax Forsætisráðherra Ísraels krefst þess að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna dragi friðargæslulið þeirra frá Líbanon nú þegar. Tugir ríkja hafa fordæmt árásir Ísraela á friðargæsluliðana undanfarna daga. Erlent 13.10.2024 13:15
Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki geta horft framhjá yfirlýsingu Vinstri grænna um að ákveðin mál stjórnarsáttmálans muni ekki klárast. Það sé vissulega hægt að hafa vinnufrið á meðan vinnan sé engin. Innlent 13.10.2024 12:22
Kennarar æfir út í borgarstjóra, ríkisstjórnin og fjármál ungra bænda Kennarar eru óánægðir með ummæli sem borgarstjóri lét falla á ráðstefnu um helgina. Við ræðum við fulltrúa kennara og heyrum ummæli borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 13.10.2024 11:46
Þurfa að læra að lifa með takmörkunum vegna jarðhræringanna Formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur segir að fólk þurfi að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar á Reykjanesi setja á sama tíma og unnið sé að því að auka aðgengi að bænum. Tillögur um það verða kynntar á allra næstunni. Innlent 13.10.2024 11:35
„Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ „Maður „lokar” auðvitað aldrei á þessa reynslu þannig séð. Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina og maður þarf að lifa með því,“ segir Alex Jóhannsson en hann varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns barnaverndar þegar hann var barn og unglingur. Brotin áttu eftir að hafa alvarlegar og langvarandi áhrif á líf hans en umræddur starfsmaður var á sínum tíma dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa brotið á Alex, og fleiri börnum. Innlent 13.10.2024 10:22
Ríkisstjórnarsamstarfið, verkalýðsmál og opnun Grindavíkur Hugmyndir um opnun Grindavíkur, verkalýðsmálin og ríkisstjórnarsamstarfið eru á dagskrá Sprengisands sem hefst klukkan 10. Innlent 13.10.2024 10:08
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Erlent 13.10.2024 10:00
Nýja skipið mun betra Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag. Innlent 13.10.2024 09:43
Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. Innlent 13.10.2024 09:09
Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Erlent 13.10.2024 08:20
Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Ýmislegt reyndist óbótavant þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti skipulögðu eftirliti með veitingahúsum víða um borgina í nótt. Nokkur veitingahús eru sögð mega eiga von á kæru. Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Innlent 13.10.2024 07:24
Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Hundrað og fjögur ríki eiga aðild að sameiginlegri stuðningsyfirlýsingu við António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að stjórnvöld í Ísrael lýstu hann „persona non grata“. Erlent 12.10.2024 23:34
Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling hefur samið um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. Þetta er einn stærsti samningur í sögu fyrirtækisins en með honum stefnir í að framleiðslumagn vistvæns eldsneytis á grunni íslenskrar tækni dugi til orkuskipta á öllum íslenska skipaflotanum. Innlent 12.10.2024 22:44
Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Hjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev tryggðu sér brons í latín dönsum í dag, í flokki atvinnumanna á Evrópumeistaramóti World DanceSport Federation í Leipzig. Innlent 12.10.2024 22:38
Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur kynnt fyrirætlanir stjórnvalda í landinu um að taka tímabundið úr gildi réttinn til að óska hælis. Erlent 12.10.2024 21:57
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Erlent 12.10.2024 21:23
Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Á fjórða tug Pólverja komu saman í dag og mótmæltu því fyrir utan áfangaheimilið Vernd að nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir að hafa stungið mann til bana sé laus úr fangelsi einu og hálfu ári seinna. Innlent 12.10.2024 21:06
Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. Innlent 12.10.2024 20:32
Meðalaldur bænda er 66 ár - Tryggja þarf nýliðun „Það er mikill kraftur í tengslum við allt í kringum íslenskan landbúnað“, segir formaður Bændasamtaka á Íslands á sama tíma og hann leggur áherslu á nýliðun í bændastéttinni en meðal aldur bænda er 66 ár í dag. Innlent 12.10.2024 20:05
Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ Innlent 12.10.2024 18:50
Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér „Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“ Innlent 12.10.2024 18:14
Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins er ekki ljós, en forystumenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast tilbúnir í kosningar. Þeir útiloka ekki að mynda ríkisstjórn hvor með öðrum, fái þeir til þess umboð kjósenda. Innlent 12.10.2024 18:09