Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var ó­bæri­legur yfir­gangur“

Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Dóttirin telur að með því hafi minningu móður hennar verið sýnd vanvirðing. Hún segir bæði Biskupsstofu og útfararstofu hafa brugðist og kallar eftir skýrum lögum um ferlið milli andláts og greftrunar.

Innlent
Fréttamynd

Telja nú að enginn raðsund­laugar­kúkari hafi verið á ferð

Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa.

Erlent
Fréttamynd

Mátti ekki nota her­menn til lög­gæslu í Los Angeles

Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseta, hafi brotið lög þegar hann notaði landgönguliða og meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til almennrar löggæslu í Los Angeles fyrr í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru síðan Trump sendi hermennina með því markmiði að kveða niður mótmæli vegna umdeildra aðgerða útsendara landamæraeftirlits Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

„Rússar eru upp á náð Kín­verja komnir“

Vladimír Pútín og Xi Jinping, forsetar Rússlands og Kína, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli ríkjanna. Undirskriftin þykir til marks um sterkari tengsl ríkjanna en hún varpar í senn ljósi á yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum.

Erlent
Fréttamynd

„Ég er með meiri at­hygli í tímum og maður lærir miklu betur“

Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að byggja endur­bætur í Mjóddinni á frasapólitík

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sam­ræmd próf og móttökudeildir fyrir inn­flytj­endur

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég treysti því að stjórn­völd vakni og hjálpi okkur“

Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík.

Innlent
Fréttamynd

Sótt að Snorra vegna fram­komu hans og forn­eskju­legra skoðana

Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afgan­istan

Talsmaður Talibana í Afganistan segir að búið sé að staðfesta að fjöldi látinna vegna kröftugs jarðskjálfta sem varð á sunnudaginn sé kominn yfir 1.400. Búist er við því að fjöldinn muni hækka enn frekar en rúmlega þrjú þúsund eru sagðir slasaðir.

Erlent
Fréttamynd

Nýr matsferill „stór­kost­legar fréttir“ að mati for­manns

Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður.

Innlent
Fréttamynd

Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana

Bandarískir þingmenn þurfa að lyfta grettistaki þegar þeir mæta til vinnu í dag eftir sumarfrí og hafa takmarkaðan tíma til þess. Núgildandi fjárlög gilda eingöngu út þennan mánuð og til að samþykkja ný munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá Demókrötum í öldungadeildinni.

Erlent