Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Mótmælandi á mótmælafundi Félagsins Íslands-Palestínu skvetti rauðri málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins og mbl.is sem var á vettvangi. Innlent 22.7.2025 16:50
Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar. Innlent 22.7.2025 16:49
Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. Innlent 22.7.2025 15:55
Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Innlent 22.7.2025 12:14
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. Innlent 22.7.2025 12:00
Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Tilkynnt var um eld sem komið hafði upp í verslunarhúsnæði á horni Laugavegs og Ingólfsstrætis á tólfta tímanum í dag. Um var ræða minniháttar eld og hann hefur þegar verið slökktur. Innlent 22.7.2025 11:44
Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um flugfélagið Play sem tók dýfu á markaði í morgun. Innlent 22.7.2025 11:30
Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi. Innlent 22.7.2025 11:03
Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Stjórnvöld í Íran hafa ákveðið að morgundagurinn verði almennur frídagur í höfuðborginni Tehran en hiti hefur mælst yfir 50 stigum og vatnsból að þorna upp. Erlent 22.7.2025 08:55
Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Ísland er leiðandi á sviði ferðamennsku á alþjóðasviðinu og hefur á undanförnum árum laðað að sér gífurlegan fjölda ferðamanna. Laugavegur, ein vinsælasta gönguleið hálendisins, er farin að líða fyrir vinsældirnar vegna margmennis og á í hættu á að „deyja úr velgengni.“ Innlent 22.7.2025 08:49
Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. Innlent 22.7.2025 08:36
Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst. Innlent 22.7.2025 08:17
Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Meirihluti bæjarráðs Kópavogs samþykkti í síðustu viku, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að fallast á endurupptöku ákvörðunar bæjarstjórnar frá því í fyrra, þegar hún hafnaði því að auglýsa tillögu um breytt skipulag lóðanna Nónsmára 11-17 og Nónsmára 1-9. Innlent 22.7.2025 07:45
Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Tveggja hæða rútu var ekið á brú í Manchester í gær með þeim afleiðingum að þakið brotnaði af og minnst fimmtán farþegar fóru á spítala. Erlent 22.7.2025 07:38
Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ísraelsk stjórnvöld segast hafna alfarið yfirlýsingu 28 utanríkisráðherra sem gefin var út í gær þar sem framferði Ísraelshers á Gasa svæðinu er harðlega fordæmt og þess krafist að hernaðinum verði hætt tafarlaust. Erlent 22.7.2025 07:36
Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tilkynningar um að minnsta kosti tvær líkamsárásir í gærkvöldi og nótt en í öðru tilvikinu voru fimm til sex menn sagðir hafa ráðist á einn. Innlent 22.7.2025 06:36
Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Kraftur í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreyttur en virknin er nú bundin við einn gíg, þar sem virkni í nyrðri gígnum datt niður um tíuleytið í gærkvöldi. Innlent 22.7.2025 06:25
Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Litáískur karlmaður, sem var á dögunum sýknaður af ákæru um stórfellda líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í Kiðjabergsmálinu svokallaða, var sakfelldur fyrir að ráðast á hinn látna. Fyrir vikið dæmdi Héraðsdómur Suðurlands hann tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 21.7.2025 22:56
Árekstur á Rangárvallarvegi Tveggja bíla árekstur varð á þjóðveginum, nánar tiltekið á Rangárvallarvegi. Fréttir 21.7.2025 21:42
Hvalreki í Vogum Hval rak á land við Voga á Vatnsleysuströnd síðdegis í dag. Að sögn Guðrúnar Óskar Barðadóttur er hvalurinn rétt fyrir neðan byggð. Innlent 21.7.2025 21:36
Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir erfitt að segja til um hvenær gosmóðan sem nú liggur víða yfir landinu fari á brott. Mögulega verði það seint í nótt, en hún gæti einnig setið sem fastast þangað til á fimmtudag. Innlent 21.7.2025 21:02
Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. Innlent 21.7.2025 20:06
Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Töluverð gosmengun hefur legið yfir suðvesturhluta landsins síðustu daga og brennisteinsdíoxíð aldrei mælst hærra á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Kona með astma hefur haldið sig innandyra með lokaða glugga í þrjá daga og bíður í ofvæni eftir því að það blási. Innlent 21.7.2025 19:46
Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. Innlent 21.7.2025 18:30
Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast, og að forsætisráðherra gangi á bak orða sinna um Evrópusambandsmál fyrir kosningar. Utanríkismálanefnd kom saman í dag í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í vikunni. Innlent 21.7.2025 18:17