Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Appelsínugulur litakóði kominn á Fagradalsfjall

Alþjóðaflugið hefur núna fengið viðvörun um að eldstöðin Fagradalsfjall sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Það gerðist á ellefta tímanum í morgun þegar alþjóðlegum litakóða var breytt úr grænum, sem þýðir engar vísbendingar um gos, yfir í appelsínugulan, sem táknar vaxandi líkur á eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn á svæðinu mesta á­hyggju­efnið

„Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna skjálftanna

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Beðið eftir eldgosi

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir menn nú frekar gera ráð fyrir að gos hefjist en ekki. Fundað var um stöðuna í morgun og óvissustigi hefur verið lýst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð

Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti yfir þremur í Fagra­dals­fjalli

Skjálfti mældist 3,6 að stærð með upptök við Fagradalsfjall klukkan 22:45 í kvöld. Skjálftinn kemur í kjölfarið af jarðskjálftahrinu sem hófst síðdegis í dag í norðaustanverðu Fagradalsfjalli, um klukkan 16:00. Um er að ræða stærsta skjálftann sem mælst hefur á Reykjanesskaganum það sem af er ári og fannst hann bæði þar og á höfuðborgarsvæðinu. Enginn órói mælist á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti við Kleifarvatn

Jarðskjálfti að stærð 3,2 reið yfir við á Reykjanesskaga klukkan 9:20 í morgun og fannst á höfuðborgarsvæði. Upptök skjálftans voru við Kleifarvatn.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftar í Kötlu

Óvenjumikil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli frá því í gær og hafa þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst þar á rúmum sólarhring. Minna hefur verið um skjálfta síðdegis í dag og er enginn gosórói sjáanlegur. Ekki er óalgengt að skjálftar finnist á þessu svæði.

Innlent
Fréttamynd

Engar sýni­legar breytingar á virkni í Gríms­vötnum

Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní.

Innlent
Fréttamynd

Land heldur á­fram að rísa í Öskju

Land­ris heldur á­fram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok septem­ber árið 2021. Þetta sýna nýjustu af­lögunar­mælingar Veður­stofu Ís­lands en engar vís­bendingar eru um aukna virkni um­fram það.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi vegna jarð­skjálfta í Mýr­dals­jökli af­lýst

Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli hefur verið aflýst. Síðastliðinn fimmtudag hófst kröftug jarðskjálftahrina á svæðinu og fór fólk þá að velta því fyrir sér hvort Katla væri byrjuð að rumska. Hrinan gekk þó hratt yfir og var að mestu yfirstaðin síðar sama dag.

Innlent
Fréttamynd

Flug­lita­kóðinn aftur grænn en ó­vissu­stig á­fram í gildi

Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum bara róleg ennþá“

Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“

Innlent