„Það styttist í gos“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 16:23 Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Þar hefur gosið síðustu þrjú ár, og líklegra en ekki þykir að eldgosin verði fleiri. Vísbendingar eru um að það styttist í næsta. Vísir/Arnar Halldórsson Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira