„Það styttist í gos“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 16:23 Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Þar hefur gosið síðustu þrjú ár, og líklegra en ekki þykir að eldgosin verði fleiri. Vísbendingar eru um að það styttist í næsta. Vísir/Arnar Halldórsson Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem landris mælist svo snemma eftir að eldgosi lýkur, en Morgunblaðið greindi fyrst frá því að það væri nú hafið á ný. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands segir samtali við Vísi að sérfræðingar hafi séð merki um landris um leið og eldgosinu við Litla Hrút lauk. Gosið við Litla-Hrút hófst þann þann 10. júlí síðastliðinn og stóð yfir í rúman mánuð. Benedikt segir erfitt að túlka hvaða þýðingu það hefur að landris mælist nú svo snemma. „Það gæti þýtt auðveldara flæði inn, mögulega meira flæði, það er ómögulegt að segja til um það. En það þýðir bara að það er áframhaldandi kvikusöfnun á þessum sama stað. Við myndum telja líklegt að við fengjum annaðhvort innskot eða eldgos á næstu misserum og þá bara á mjög svipuðum slóðum og var að klárast núna.“ Ekki er hægt að segja til um hvenær „Ég get sagt að það styttist í gos, en ég get ekki verið nákvæmari en það,“ segir Benedikt. „Miðað við að það er nýbúið að gjósa finnst mér líklegra að það líði einhverjir mánuðir en það er ekki nokkur leið að fullyrða um það. Við höfum engar mælingar eða innsæi inn til að geta sagt hvenær næsta innskot byrjar, við sjáum bara að þrýstingur er að byggjast upp.“ Líkur á gosi næsta sumar eða jafnvel fyrr Aðspurður segir Benedikt að honum þyki alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga. „Miðað við hvernig þetta hefur hagað sér og er enn þá að haga sér myndi ég telja að það sé nokkuð líklegt að við fáum mjög tíð gos. Allavega á meðan þetta heldur áfram þarna myndi ég að við fáum gos næsta sumar eða jafnvel fyrr.“ Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum telur alls ekki ólíklegt að eldgos verði árleg eða jafnvel tíðari á Reykjanesskaga.Vísir/Sigurjón Hann telur að það taki einhvern tíma, nokkra mánuði, að byggja upp þrýsting til að gos hefjist að nýju. „Það væri skemmtilegra ef það gerist að sumri, ég öfunda ekki björgunarsveitir ef þetta fer að gerast á miðjum vetri. En við stjórnum því ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira