Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2023 11:18 Skjálftinn varð um 1,3 kílómetra norður af Keili. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. Skjálfti 2,9 að stærð mældist norður af Keili klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi. Um er að ræða stærsta skjálftann á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega fyrir fimm dögum síðan. Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann ekki merki um að nýtt eldgos sé á leiðinni. Í raun bendi ekkert til þess. „Það segir svo sem ekki mikið því þetta er bara mjög jarðskjálftavirkt svæði almennt. Þegar eldgosið hættir, það er viss spennulosun í eldgosinu sjálfu, þannig þegar það hættir þá þarf spennan að losna öðruvísi, það gerist oft með svona jarðskjálftum. Við erum búin að vera að sjá mikið af jarðskjálftum á öllu Reykjanesinu, út á hrygg og þannig er þetta eiginlega bara orðið. Við erum að fá mjög reglulega jarðskjálfta á þessu svæði,“ segir Hildur. Veðurstofunni bárust engar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Hildur segir það hæpið að nokkur hafi tekið eftir honum þar sem hann náði ekki einu sinni upp í þrjá að stærð. Hún segir íbúa Reykjanesskaga geta gert ráð fyrir skjálftum sem þessum inn á milli næstu árin. „Ég get alveg séð það fyrir mér, við erum náttúrulega í virkum kafla núna á Reykjanesi þannig við getum alveg gert ráð fyrir þessu næstu árin,“ segir Hildur. Eldgos og jarðhræringar Vogar Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Hafnarfjörður Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Fleiri fréttir Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Sjá meira
Skjálfti 2,9 að stærð mældist norður af Keili klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi. Um er að ræða stærsta skjálftann á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega fyrir fimm dögum síðan. Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann ekki merki um að nýtt eldgos sé á leiðinni. Í raun bendi ekkert til þess. „Það segir svo sem ekki mikið því þetta er bara mjög jarðskjálftavirkt svæði almennt. Þegar eldgosið hættir, það er viss spennulosun í eldgosinu sjálfu, þannig þegar það hættir þá þarf spennan að losna öðruvísi, það gerist oft með svona jarðskjálftum. Við erum búin að vera að sjá mikið af jarðskjálftum á öllu Reykjanesinu, út á hrygg og þannig er þetta eiginlega bara orðið. Við erum að fá mjög reglulega jarðskjálfta á þessu svæði,“ segir Hildur. Veðurstofunni bárust engar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Hildur segir það hæpið að nokkur hafi tekið eftir honum þar sem hann náði ekki einu sinni upp í þrjá að stærð. Hún segir íbúa Reykjanesskaga geta gert ráð fyrir skjálftum sem þessum inn á milli næstu árin. „Ég get alveg séð það fyrir mér, við erum náttúrulega í virkum kafla núna á Reykjanesi þannig við getum alveg gert ráð fyrir þessu næstu árin,“ segir Hildur.
Eldgos og jarðhræringar Vogar Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Hafnarfjörður Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Fleiri fréttir Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Sjá meira