Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2025 16:50 Sindri á kunnuglegum stað, tilbúinn að lesa sjónvarpsfréttirnar á Sýn. Vísir/Einar Sindri Sindrason sjónvarpsmaður og þulur hefur lítið sést á skjánum undanfarnar vikur svo eftir hefur verið tekið. Ástæðan fyrir fjarveru Sindra eru óvænt veikindi í fjölskyldunni. Sindri og Albert Leó Haagensen eiginmaður hans fóru í frí til Þýskalands og Ítalíu í júlí. Þeir hafa lagt stund á hlaup af kappi undanfarin ár og skelltu sér út að hlaupa í Þýskalandi. Albert kenndi sér einskis mein. Tveimur dögum síðar voru þeir mættir að Garda-vatninu á Ítalíu. Þá átti Albert í erfiðleikum með að rata að hóteli þeirra, hóteli sem þeir hafa tvívegis áður dvalið á. Þá runnu tvær grímur á Sindra sem hringdi strax á lækni. Sindri segir lækninn hafa sent Albert rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann var tekinn í skoðun. Niðurstaða þeirra var sú að Albert væri með fjórða stigs heilaæxli. Eftir sex daga dvöl á sjúkrahúsi var ákveðið að fljúga Alberti heim til Íslands í fylgd læknis með aðstoð Icelandair og beint á Landspítalann. Fjögur frækin saman í göngu. „Þar tók á móti honum frábært fólk,“ segir Sindri en Albert fór beint í aðgerð. Þar var grunur læknanna á Ítalíu um fjórða stigs heilaæxli staðfestur. Æxlið er erfitt meðhöndlunar og ekki skurðtækt. Albert hefur því sætt geisla- og lyfjameðferð undanfarnar vikur og mun gera eins lengi og þurfa þykir. Sindri segir ljós í myrkrinu hve vel heilbrigðiskerfið hafi reynst fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Sindri og Albert eru sem eitt í baráttunni. „Það er sama á hvaða deild maður fer, alltaf tekur á móti manni fólk með bros á vör. Gjörgæslan, B6, K10 eða hvaða deild sem er. Alls staðar líður manni eins og maður sé sá eini sem skipti máli,“ segir Sindri. Heilbrigðiskerfið sæti reglulega gagnrýni bæði innan frá og utan. „En þarna vinnur samansafn af hæfu og góðu fólki sem vill allt fyrir mann gera.“ Sindri og Albert hafa verið saman í 27 ár, þar af giftir í 18 ár og eiga saman ættleidda dóttur á menntaskólaaldri. Sindri segir hjónin umkringd góðu fólki á þessum erfiðu tímum. „Það skiptir máli að eiga góða að í svona aðstæðum. Það munar öllu að eiga svo góða fjölskyldu, góða vini og ekki síst góða vinnuveitendur sem við getum báðir þakkað fyrir.“ Fjölskyldan í sólsetri á fallegri strönd. Sindri hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í tæpa tvo áratugi og hefur þjónustusviði Sýnar borist fyrirspurnir um fjarveru Sindra. Fólk sem er vant því að sjá Sindra lesa fréttirnar hjá Sýn og vera úti um hvippinn og hvappinn í Íslandi í dag og Heimsókn virðist sakna síns manns. Sindri segist hlakka til að snúa aftur til vinnu en nú sé fjölskyldan í algjörum forgangi. „Þetta er verkefni sem ég ætla að klára með mínum manni og barninu okkar.“ Bíó og sjónvarp Sýn Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Sindri og Albert Leó Haagensen eiginmaður hans fóru í frí til Þýskalands og Ítalíu í júlí. Þeir hafa lagt stund á hlaup af kappi undanfarin ár og skelltu sér út að hlaupa í Þýskalandi. Albert kenndi sér einskis mein. Tveimur dögum síðar voru þeir mættir að Garda-vatninu á Ítalíu. Þá átti Albert í erfiðleikum með að rata að hóteli þeirra, hóteli sem þeir hafa tvívegis áður dvalið á. Þá runnu tvær grímur á Sindra sem hringdi strax á lækni. Sindri segir lækninn hafa sent Albert rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann var tekinn í skoðun. Niðurstaða þeirra var sú að Albert væri með fjórða stigs heilaæxli. Eftir sex daga dvöl á sjúkrahúsi var ákveðið að fljúga Alberti heim til Íslands í fylgd læknis með aðstoð Icelandair og beint á Landspítalann. Fjögur frækin saman í göngu. „Þar tók á móti honum frábært fólk,“ segir Sindri en Albert fór beint í aðgerð. Þar var grunur læknanna á Ítalíu um fjórða stigs heilaæxli staðfestur. Æxlið er erfitt meðhöndlunar og ekki skurðtækt. Albert hefur því sætt geisla- og lyfjameðferð undanfarnar vikur og mun gera eins lengi og þurfa þykir. Sindri segir ljós í myrkrinu hve vel heilbrigðiskerfið hafi reynst fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Sindri og Albert eru sem eitt í baráttunni. „Það er sama á hvaða deild maður fer, alltaf tekur á móti manni fólk með bros á vör. Gjörgæslan, B6, K10 eða hvaða deild sem er. Alls staðar líður manni eins og maður sé sá eini sem skipti máli,“ segir Sindri. Heilbrigðiskerfið sæti reglulega gagnrýni bæði innan frá og utan. „En þarna vinnur samansafn af hæfu og góðu fólki sem vill allt fyrir mann gera.“ Sindri og Albert hafa verið saman í 27 ár, þar af giftir í 18 ár og eiga saman ættleidda dóttur á menntaskólaaldri. Sindri segir hjónin umkringd góðu fólki á þessum erfiðu tímum. „Það skiptir máli að eiga góða að í svona aðstæðum. Það munar öllu að eiga svo góða fjölskyldu, góða vini og ekki síst góða vinnuveitendur sem við getum báðir þakkað fyrir.“ Fjölskyldan í sólsetri á fallegri strönd. Sindri hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í tæpa tvo áratugi og hefur þjónustusviði Sýnar borist fyrirspurnir um fjarveru Sindra. Fólk sem er vant því að sjá Sindra lesa fréttirnar hjá Sýn og vera úti um hvippinn og hvappinn í Íslandi í dag og Heimsókn virðist sakna síns manns. Sindri segist hlakka til að snúa aftur til vinnu en nú sé fjölskyldan í algjörum forgangi. „Þetta er verkefni sem ég ætla að klára með mínum manni og barninu okkar.“
Bíó og sjónvarp Sýn Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira