Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2025 16:50 Sindri á kunnuglegum stað, tilbúinn að lesa sjónvarpsfréttirnar á Sýn. Vísir/Einar Sindri Sindrason sjónvarpsmaður og þulur hefur lítið sést á skjánum undanfarnar vikur svo eftir hefur verið tekið. Ástæðan fyrir fjarveru Sindra eru óvænt veikindi í fjölskyldunni. Sindri og Albert Leó Haagensen eiginmaður hans fóru í frí til Þýskalands og Ítalíu í júlí. Þeir hafa lagt stund á hlaup af kappi undanfarin ár og skelltu sér út að hlaupa í Þýskalandi. Albert kenndi sér einskis mein. Tveimur dögum síðar voru þeir mættir að Garda-vatninu á Ítalíu. Þá átti Albert í erfiðleikum með að rata að hóteli þeirra, hóteli sem þeir hafa tvívegis áður dvalið á. Þá runnu tvær grímur á Sindra sem hringdi strax á lækni. Sindri segir lækninn hafa sent Albert rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann var tekinn í skoðun. Niðurstaða þeirra var sú að Albert væri með fjórða stigs heilaæxli. Eftir sex daga dvöl á sjúkrahúsi var ákveðið að fljúga Alberti heim til Íslands í fylgd læknis með aðstoð Icelandair og beint á Landspítalann. Fjögur frækin saman í göngu. „Þar tók á móti honum frábært fólk,“ segir Sindri en Albert fór beint í aðgerð. Þar var grunur læknanna á Ítalíu um fjórða stigs heilaæxli staðfestur. Æxlið er erfitt meðhöndlunar og ekki skurðtækt. Albert hefur því sætt geisla- og lyfjameðferð undanfarnar vikur og mun gera eins lengi og þurfa þykir. Sindri segir ljós í myrkrinu hve vel heilbrigðiskerfið hafi reynst fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Sindri og Albert eru sem eitt í baráttunni. „Það er sama á hvaða deild maður fer, alltaf tekur á móti manni fólk með bros á vör. Gjörgæslan, B6, K10 eða hvaða deild sem er. Alls staðar líður manni eins og maður sé sá eini sem skipti máli,“ segir Sindri. Heilbrigðiskerfið sæti reglulega gagnrýni bæði innan frá og utan. „En þarna vinnur samansafn af hæfu og góðu fólki sem vill allt fyrir mann gera.“ Sindri og Albert hafa verið saman í 27 ár, þar af giftir í 18 ár og eiga saman ættleidda dóttur á menntaskólaaldri. Sindri segir hjónin umkringd góðu fólki á þessum erfiðu tímum. „Það skiptir máli að eiga góða að í svona aðstæðum. Það munar öllu að eiga svo góða fjölskyldu, góða vini og ekki síst góða vinnuveitendur sem við getum báðir þakkað fyrir.“ Fjölskyldan í sólsetri á fallegri strönd. Sindri hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í tæpa tvo áratugi og hefur þjónustusviði Sýnar borist fyrirspurnir um fjarveru Sindra. Fólk sem er vant því að sjá Sindra lesa fréttirnar hjá Sýn og vera úti um hvippinn og hvappinn í Íslandi í dag og Heimsókn virðist sakna síns manns. Sindri segist hlakka til að snúa aftur til vinnu en nú sé fjölskyldan í algjörum forgangi. „Þetta er verkefni sem ég ætla að klára með mínum manni og barninu okkar.“ Bíó og sjónvarp Sýn Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Dóttirin algjör draumur Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Humarhátíð á Hornafirði Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Sindri og Albert Leó Haagensen eiginmaður hans fóru í frí til Þýskalands og Ítalíu í júlí. Þeir hafa lagt stund á hlaup af kappi undanfarin ár og skelltu sér út að hlaupa í Þýskalandi. Albert kenndi sér einskis mein. Tveimur dögum síðar voru þeir mættir að Garda-vatninu á Ítalíu. Þá átti Albert í erfiðleikum með að rata að hóteli þeirra, hóteli sem þeir hafa tvívegis áður dvalið á. Þá runnu tvær grímur á Sindra sem hringdi strax á lækni. Sindri segir lækninn hafa sent Albert rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann var tekinn í skoðun. Niðurstaða þeirra var sú að Albert væri með fjórða stigs heilaæxli. Eftir sex daga dvöl á sjúkrahúsi var ákveðið að fljúga Alberti heim til Íslands í fylgd læknis með aðstoð Icelandair og beint á Landspítalann. Fjögur frækin saman í göngu. „Þar tók á móti honum frábært fólk,“ segir Sindri en Albert fór beint í aðgerð. Þar var grunur læknanna á Ítalíu um fjórða stigs heilaæxli staðfestur. Æxlið er erfitt meðhöndlunar og ekki skurðtækt. Albert hefur því sætt geisla- og lyfjameðferð undanfarnar vikur og mun gera eins lengi og þurfa þykir. Sindri segir ljós í myrkrinu hve vel heilbrigðiskerfið hafi reynst fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Sindri og Albert eru sem eitt í baráttunni. „Það er sama á hvaða deild maður fer, alltaf tekur á móti manni fólk með bros á vör. Gjörgæslan, B6, K10 eða hvaða deild sem er. Alls staðar líður manni eins og maður sé sá eini sem skipti máli,“ segir Sindri. Heilbrigðiskerfið sæti reglulega gagnrýni bæði innan frá og utan. „En þarna vinnur samansafn af hæfu og góðu fólki sem vill allt fyrir mann gera.“ Sindri og Albert hafa verið saman í 27 ár, þar af giftir í 18 ár og eiga saman ættleidda dóttur á menntaskólaaldri. Sindri segir hjónin umkringd góðu fólki á þessum erfiðu tímum. „Það skiptir máli að eiga góða að í svona aðstæðum. Það munar öllu að eiga svo góða fjölskyldu, góða vini og ekki síst góða vinnuveitendur sem við getum báðir þakkað fyrir.“ Fjölskyldan í sólsetri á fallegri strönd. Sindri hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í tæpa tvo áratugi og hefur þjónustusviði Sýnar borist fyrirspurnir um fjarveru Sindra. Fólk sem er vant því að sjá Sindra lesa fréttirnar hjá Sýn og vera úti um hvippinn og hvappinn í Íslandi í dag og Heimsókn virðist sakna síns manns. Sindri segist hlakka til að snúa aftur til vinnu en nú sé fjölskyldan í algjörum forgangi. „Þetta er verkefni sem ég ætla að klára með mínum manni og barninu okkar.“
Bíó og sjónvarp Sýn Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Dóttirin algjör draumur Menning Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Humarhátíð á Hornafirði Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“