Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. september 2025 18:40 Hinn grunaði sást kaupa sér ís á öryggismyndavélum rétt fyrir morðið. Lögreglan í Svíþjóð Sænski vefmiðillinn Samnytt heldur því fram að rúmlega fertugur maður sem grunaður er um að hafa skotið 63 ára gamla konu til bana á heimili hennar í október í fyrra, sé Íslendingur. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir verknaðinn ásamt tveimur öðrum, manni á sextugsaldri og konu á fertugsaldri. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins frá október þegar morðið var framið og hin grunuðu úrskurðuð í gæsluvarðhald, var konan móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og nágrenni. Víg hennar hafi verið hefndaraðgerð í garð mannsins. Sonur hennar hafi skotið 28 ára gamlan mann til bana í Husby í maí 2021, verið handtekinn og ákærður en málinu hafi lokið með sýknu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Sms-samskipti hinna ákærðu. Samið var um greiðslu fyrir verknaðinn og fleiri dráp, en aldrei varð af þeim.Lögreglan í Svíþjóð Efst í annars læstri grein Samnytt má sjá mynd af hinum meinta Íslendingi, sem er 41 árs. Samkvæmt sms-skilaboðum og upptökum af símtölum sem lögreglan hefur undir höndum, er útlit fyrir að hinn meinti Íslendingur hafi verið verið ráðinn í verkið gegn greiðslu. Í símaupptöku sem lögreglan hefur undir höndum má heyra manninn og þann sem keypti af honum þjónustuna leggja á ráðin um fleiri morð, en þar ræddu þeir vopn, aðferðir og greiðslu. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að í kjölfar drápsins virðist skyttan hafa þjáðst af miklum samviskukvölum og skrifað á samfélagsmiðilinn Instagram að hann gæti ekki lifað með sjálfum sér eftir verknaðinn. Hann hafi svo játað í kjölfarið að konan hafi verið ráðin af dögum að undirlagi Dalen-klíkunnar í Stokkhólmi. Í upptöku af símtölum hans hafi svo reyndar mátt heyra hann segja að meðákærða, konan á fertugsaldri, hafi birt þann texta. Maðurinn játaði í yfirheyrslu í vor að hafa myrt konuna, en hin tvö meðákærðu neita allri sök í málinu. Svíþjóð Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins frá október þegar morðið var framið og hin grunuðu úrskurðuð í gæsluvarðhald, var konan móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og nágrenni. Víg hennar hafi verið hefndaraðgerð í garð mannsins. Sonur hennar hafi skotið 28 ára gamlan mann til bana í Husby í maí 2021, verið handtekinn og ákærður en málinu hafi lokið með sýknu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Sms-samskipti hinna ákærðu. Samið var um greiðslu fyrir verknaðinn og fleiri dráp, en aldrei varð af þeim.Lögreglan í Svíþjóð Efst í annars læstri grein Samnytt má sjá mynd af hinum meinta Íslendingi, sem er 41 árs. Samkvæmt sms-skilaboðum og upptökum af símtölum sem lögreglan hefur undir höndum, er útlit fyrir að hinn meinti Íslendingur hafi verið verið ráðinn í verkið gegn greiðslu. Í símaupptöku sem lögreglan hefur undir höndum má heyra manninn og þann sem keypti af honum þjónustuna leggja á ráðin um fleiri morð, en þar ræddu þeir vopn, aðferðir og greiðslu. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að í kjölfar drápsins virðist skyttan hafa þjáðst af miklum samviskukvölum og skrifað á samfélagsmiðilinn Instagram að hann gæti ekki lifað með sjálfum sér eftir verknaðinn. Hann hafi svo játað í kjölfarið að konan hafi verið ráðin af dögum að undirlagi Dalen-klíkunnar í Stokkhólmi. Í upptöku af símtölum hans hafi svo reyndar mátt heyra hann segja að meðákærða, konan á fertugsaldri, hafi birt þann texta. Maðurinn játaði í yfirheyrslu í vor að hafa myrt konuna, en hin tvö meðákærðu neita allri sök í málinu.
Svíþjóð Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira