„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. september 2023 13:39 Guðmundur Pétur Yngvason gekk um Marrakesh í hádeginu, þar sem mikil eyðilegging blasti við. Guðmundur Pétur Yngvason Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. Upptök jarðskjálftans voru um sjötíu kílómetra suðvestur af Marrakesh, mikilli ferðamannaborg, rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Óttast er að tala látinna í hamförunum fari hækkandi - og samkvæmt upplýsingum frá marokkóskum yfirvöldum eru margir hinna látnu búsettir í fjallabyggðum sem afar erfitt er að ná til. Guðmundur Pétur segir borgarbúa einbeita sér að uppbyggingu eftir hamfarirnar.Guðmundur Pétur Yngvason Guðmundur Pétur Yngvason, Íslendingur sem staddur er í fríi í borginni, lýsir mikilli eyðileggingu í Marrakesh á göngu sinni um borgina nú í hádeginu. Hann var á hóteli rétt utan við borgina þegar jarðskjálftinn reið yfir í gærkvöldi. „Jesús, já. Þetta var risaskjálfti. Við búum nú í Hafnarfirði þannig að við höfum verið svolítið í skjálftum upp á síðkastið en þetta var alveg á nýju leveli. Enda var hann 6,8 að stærð, og mér skilst að það sé hundrað sinnum stærra en sá sem var stærstur fyrir eitt af gosunum,“ segir Guðmundur. „Það fór allt á reiðiskjálf, hurðir og gluggar hristust og það komu hérna fullt af sprungum í húsið. Frammi á gangi þar sem eru samskeyti á húsinu hrundi allt í sundur. Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu,“ segir Guðmundur. Mikil sorg Heimamenn séu greinilega í áfalli. „Það er bara í sjokki, það er dapurt, þau voru í alla nótt að reyna að hafa upp á ættingjum sínum og hugsa um starfsfólkið og gestina. Þegar þú ert á 300 herbergja hóteli þarf að hugsa um gestina þegar koma hérna 700 manns gargandi út úr herbergjunum sínum. Það eru bara allir hérna í losti og bara daprir. Maður finnur það yfir öllu.“ Marrakesh er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og talsverður fjöldi Íslendinga er á svæðinu. Íslenska borgaraþjónustan hvetur þá til að láta vita af sér, fylgjast vel með fjölmiðlum á staðnum og virða lokanir á hamfarasvæðum. Þá eru Íslendingar á svæðinu jafnframt hvattir til að hringja í neyðarnúmer borgarþjónustunnar ef aðstoðar er þörf. Marokkó Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Marokkó Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Upptök jarðskjálftans voru um sjötíu kílómetra suðvestur af Marrakesh, mikilli ferðamannaborg, rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Óttast er að tala látinna í hamförunum fari hækkandi - og samkvæmt upplýsingum frá marokkóskum yfirvöldum eru margir hinna látnu búsettir í fjallabyggðum sem afar erfitt er að ná til. Guðmundur Pétur segir borgarbúa einbeita sér að uppbyggingu eftir hamfarirnar.Guðmundur Pétur Yngvason Guðmundur Pétur Yngvason, Íslendingur sem staddur er í fríi í borginni, lýsir mikilli eyðileggingu í Marrakesh á göngu sinni um borgina nú í hádeginu. Hann var á hóteli rétt utan við borgina þegar jarðskjálftinn reið yfir í gærkvöldi. „Jesús, já. Þetta var risaskjálfti. Við búum nú í Hafnarfirði þannig að við höfum verið svolítið í skjálftum upp á síðkastið en þetta var alveg á nýju leveli. Enda var hann 6,8 að stærð, og mér skilst að það sé hundrað sinnum stærra en sá sem var stærstur fyrir eitt af gosunum,“ segir Guðmundur. „Það fór allt á reiðiskjálf, hurðir og gluggar hristust og það komu hérna fullt af sprungum í húsið. Frammi á gangi þar sem eru samskeyti á húsinu hrundi allt í sundur. Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu,“ segir Guðmundur. Mikil sorg Heimamenn séu greinilega í áfalli. „Það er bara í sjokki, það er dapurt, þau voru í alla nótt að reyna að hafa upp á ættingjum sínum og hugsa um starfsfólkið og gestina. Þegar þú ert á 300 herbergja hóteli þarf að hugsa um gestina þegar koma hérna 700 manns gargandi út úr herbergjunum sínum. Það eru bara allir hérna í losti og bara daprir. Maður finnur það yfir öllu.“ Marrakesh er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og talsverður fjöldi Íslendinga er á svæðinu. Íslenska borgaraþjónustan hvetur þá til að láta vita af sér, fylgjast vel með fjölmiðlum á staðnum og virða lokanir á hamfarasvæðum. Þá eru Íslendingar á svæðinu jafnframt hvattir til að hringja í neyðarnúmer borgarþjónustunnar ef aðstoðar er þörf.
Marokkó Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Marokkó Tengdar fréttir Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05 Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Hvetja Íslendinga til að láta vita af sér Íslendingar í Marokkó eru hvattir til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur séu þeir öryggir. 9. september 2023 09:05
Rúmlega áttahundruð látnir eftir jarðskjálfta í Marokkó Rúmlega áttahundruð manns eru látnir, og meira en þrjúhundruð særðir eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi í Marokkó. 9. september 2023 08:08