Úkraína

Fréttamynd

„Við erum að fara lengra og lengra út af brautinni“

Utanríkisráðherra segist ekki bjartsýnn á að niðurstaða fáist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Stríðið sýni skýrt að hægt sé að brjóta niður þau kerfi og réttindi, sem byggð hafa verið upp áratugum saman, á svipstundu. 

Innlent
Fréttamynd

Schröder til fundar við Pútín

Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Selenskí sendir vestrinu tóninn

Úkraínumenn segjast hafa komið um fjörutíu þúsund manns úr nokkrum borgum Úkraínu sem Rússar sitja um í dag. Tímabundið vopnahlé náðist í morgun og lauk því klukkan sjö að íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Óskar segir Rússa ráðast vís­vitandi á flótta­fólk

Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný.

Innlent
Fréttamynd

Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð

Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol

Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt

Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Tugir fallið í borgum Úkraínu í dag

Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Rússar hóta að hætta útflutningi á gasi til Þýskalands og annarra evrópuríkja. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu. Um tvær milljónir manna hafa flúið Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi

Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45.

Erlent
Fréttamynd

Þorir ekki á flótta með níræða ömmu sína

Anastasiia Komlikova ákvað að halda kyrru fyrir í Úkraínu þegar sprengjuregnið hófst aðfararnótt fimmtudagsins 24. febrúar því hún taldi víst að amma hennar myndi ekki þola ferðalagið að landamærunum.

Erlent