Sagði mikilvægt að gefa Rússum ekki andrými til að efla varnir sínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. september 2022 07:23 Það var engan bilbug að finna á Selenskí þrátt fyrir herkvaðningu og hótanir Rússlandsforseta í gær. epa/Sergey Dolzhenko Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist ekki gefa mikið fyrir tilraunir Rússa til að stigmagna átökin í Úkraínu með því að boða til herkvaðningar. Í ávarpi sem tekið var upp fyrirfram og spilað á þingi Sameinuðu þjóðanna í gær saðgi forsetinn að Úkraínher myndi halda áfram gagnsókn sinni og ekki gefa Rússum andrými til að treysta varnir sínar á hernumdum svæðum. Selenskí sagði Úkraínumenn geta náð aftur því landsvæði sem Rússar hefðu tekið en til þess þyrftu þeir tíma. Hann sagði Rússa vilja efla varnir sínar á meðan þeir söfnuðu liðsauka heima fyrir en það mætti ekki gerast. Standing ovation at UN after @ZelenskyyUa speech. Check a smilw of @ZelenskaUA pic.twitter.com/rxcibrLyFM— Nika Melkozerova (@NikaMelkozerova) September 21, 2022 Forsetinn sagði frið mögulegan að fimm skilyrðum uppfylltum; þeirra á meðal væru endurheimt hernumdra landsvæða, öryggistryggingar og refsing til handa þeim sem hefðu brotið gegn Úkraínu. „Glæpur hefur verið framin gegn Úkraínu og við krefjumst réttlátrar refsingar,“ sagði Selenskí. Hann sagði að koma ætti á sérstökum dómstól til að fjalla um glæpi Rússa gegn Úkraínu og að Rússar ættu að gjalda fyrir þá með eigum sínum. Þá hvatti hann Sameinuðu þjóðirnar til að svipta Rússa neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu. Selenskí vísaði til þeirra hroðaverka sem hefðu verið framin, meðal annars í Izium, og lýsti því hvernig uppgrafnar líkamsleifar almennra borgara sýndu þess merki pyntinga. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Í ávarpi sem tekið var upp fyrirfram og spilað á þingi Sameinuðu þjóðanna í gær saðgi forsetinn að Úkraínher myndi halda áfram gagnsókn sinni og ekki gefa Rússum andrými til að treysta varnir sínar á hernumdum svæðum. Selenskí sagði Úkraínumenn geta náð aftur því landsvæði sem Rússar hefðu tekið en til þess þyrftu þeir tíma. Hann sagði Rússa vilja efla varnir sínar á meðan þeir söfnuðu liðsauka heima fyrir en það mætti ekki gerast. Standing ovation at UN after @ZelenskyyUa speech. Check a smilw of @ZelenskaUA pic.twitter.com/rxcibrLyFM— Nika Melkozerova (@NikaMelkozerova) September 21, 2022 Forsetinn sagði frið mögulegan að fimm skilyrðum uppfylltum; þeirra á meðal væru endurheimt hernumdra landsvæða, öryggistryggingar og refsing til handa þeim sem hefðu brotið gegn Úkraínu. „Glæpur hefur verið framin gegn Úkraínu og við krefjumst réttlátrar refsingar,“ sagði Selenskí. Hann sagði að koma ætti á sérstökum dómstól til að fjalla um glæpi Rússa gegn Úkraínu og að Rússar ættu að gjalda fyrir þá með eigum sínum. Þá hvatti hann Sameinuðu þjóðirnar til að svipta Rússa neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu. Selenskí vísaði til þeirra hroðaverka sem hefðu verið framin, meðal annars í Izium, og lýsti því hvernig uppgrafnar líkamsleifar almennra borgara sýndu þess merki pyntinga.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira