Frestuðu ávarpi Pútíns um innlimun til morguns Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2022 22:30 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Grigory Sysoev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlaði að ávarpa þjóðina í kvöld en svo virðist sem hætt hafi verið við að birta ávarpið. Fyrst átti að ávarpið, sem ku hafa verið tekið upp fyrr í dag, klukkan fimm að íslenskum tíma. Því var frestað til sex en ávarpið var heldur ekki birt þá. Upp úr klukkan sjö í kvöld sagði Margarita Simonyan, yfirmaður ríkismiðilsins RT, á samfélagsmiðlum að fólk ætti bara að fara í háttinn. Þannig gaf hún til kynna að ávarpið yrði ekki birt í kvöld og var það staðfest af Kreml skömmu síðar. Ávarpið verður þess í stað birt í fyrramálið. Þetta hefði verið fyrsta ávarp Pútíns frá því í febrúar þegar hann tilkynnti hina svokölluðu „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar kalla innrásina í Úkraínu. Líkur hafi verið leiddar að því að Pútín ætli í ávarpi sínu að ræða ætlanir sínar varðandi mögulega herkvaðningu og áætlanir um að innlima fjögur héruð Úkraínu í Rússland.. Ætla að innlima fjögur héruð Rússar og leppstjórnir þeirra á hernumdum svæðum Úkraínu tilkynntu í dag að í vikunni myndi fara fram atkvæðagreiðsla á þessum svæðum um innlimun þeirra í rússneska sambandsríkið. Vert er að taka fram að atkvæðagreiðslur þessar og væntanleg innlimun héraðanna er brot á alþjóðalögum. Sjá einnig: Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Um er að ræða héruðin Donetsk og Luhansk í austurhluta landsins og Kherson og Saporisjía í suðurhluta landsins. Rússar stjórna um sextíu prósentum af Donetsk og nánast öllu Luhansk-héraði en Úkraínumenn eru þó að sækja fram gegn Rússum þar. Þá eru Rússar ekki heldur með fulla stjórn á Kherson og Saporisjía en í Kherson-héraði eiga Úkraínumenn í umfangsmikilli gagnsókn gegn hersveitum Rússa á norðurbakka Dnipro-ár. Rússar stjórnuðu einnig nýverið stórum hluta Kharkív-héraðs en voru nýverið reknir þaðan. Úkraínumönnum hefur vegnað vel á vígvöllunum í Úkraínu undanfarnar vikur og halda þeir Rússum á hælunum víðast hvar á víglínunum í Úkraínu. Úkraínumenn ógna jafnvel ávinningi Rússa í Donetsk og Luhansk. Frá því innrás Rússa hófst hafa fregnir borist af manneklu í rússneska hernum og er útlit fyrir að þau vandræði hafi ágerst að undanförnu. Rússar hafa ekki haft burði til að sækja fram gegn Úkraínumönnum um nokkra vikna skeið. Sjá einnig: Alvarlegir gallar á rússneska hernum Gætu sent lítið þjálfaða fótgönguliða til Úkraínu Með því að lýsa því yfir að átakasvæðin í Úkraínu séu í raun hluti af Rússlandi gætu Rússar reynt að bæta stöðu sína, í það minnsta til skamms tíma og mögulega farið í einhvers konar herkvaðningu. Hún gæti bæði verið almenn eða minni í sniðum. Rússar halda nú um fimmtán prósentum af Úkraínu og ráðamenn í Moskvu eru þegar byrjaðir að tala um að eftir innlimun verði litið á árás á þessi svæði sem árás á Rússland. Rússar kalla tvisvar sinnum á ári hundrað til 150 þúsund menn til herþjónustu í eitt ár. Lögum samkvæmt má ekki nota þá utan landamæra Rússlands, án þess að stríðsyfirlýsing liggi fyrir. Rússar hafa aldrei lýst yfir stríði í Úkraínu en með því að segja þessi héruð í Úkraína tilheyra Rússlandi getur Pútín ef til vill sent þessa hermenn til Úkraínu í flýti. Þessir hermenn eru eðli málsins samkvæmt lítið þjálfaðir og sérfræðingar segja ólíklegt að þeir muni hjálpa Rússum við að sækja fram gegn Úkraínumönnum. Þeir geta þó verið notaðir til varna og þannig leyst aðrar hersveitir atvinnuhermanna að hólmi, sem hægt yrði að nota til árása. Almenn herkvaðning myndi líklegast ekki skila Rússum miklum árangri. Minni herkvaðning, þar sem fyrrverandi atvinnuhermenn sem búa yfir grunn- og sérþekkingu og þjálfun sem Rússar þurfa á að halda yrðu þvingaðir aftur í herinn, gæti þó hjálpað Rússum og myndi taka mun minni tíma en almenn herkvaðning þar sem nauðsynlegt yrði að þjálfa mikinn fjölda óreyndra hermanna. Vill þrýsta á bakhjarla Úkraínu Annað markmið Pútíns með innlimun héraðanna fjögurra gæti verið að reyna að draga úr kjarki bakhjarla Úkraínu. Að láta á það reyna að hvort ráðamenn í Vesturlöndum vilji útvega Úkraínumönnum vopn sem þeir nota til að gera árásir á „Rússland“. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda meinað Úkraínumönnum að nota bandarísk vopn til að gera slíkar árásir. Miðað við fyrstu viðbrögð í Vesturlöndum virðist þó sem að þetta muni ekki virka fyrir Rússa. Hvíta húsið segir til að mynda að þessi atkvæðagreiðsla muni engu skipta og það hafa aðrir bakhjarlar Úkraínu tekið undir. Sjá einnig: Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn Jake Sullivan, einn af talsmönnum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin myndu aldrei viðurkenna innlimun Rússa á áðurnefndum héruðum Úkraínu. Þessar atkvæðagreiðslur væru brot á fullveldi Úkraínu Bandaríkin höfnuðu þeim alfarið, samkvæmt Washington Post. Joe Biden og starfsmenn hans vinna hörðum hödnum að því að stappa stálinu í aðra bakhjarla Úkraínu, samkvæmt frétt New York Times og hafa heitið Úkraínumönnum langvarandi hernaðaðstoð og fjárhagsaðstoð. Enn sem komið er segjast Bandaríkjamenn ekki sjá sprungur í bandalaginu en óttast er að það gæti breyst í vetur og þá sértaklega í Evrópu, þar sem orkuverð hafa hækkað gífulega og stefnir í skort á jarðgasi sem meðal annars er notað víða til að hita hús. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, tísti um vendingarnar í dag og sagði að innlimun yrði aldrei samþykkt. Hún sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að verja sig og að aðgerðir Rússa hefðu líklegast öfug áhrif og að stuðningurinn við Úkraínu yrði frekar aukinn. Russia keeps using blackmail and illegally tries to take what doesn't belong to it.Actions like this will have the opposite effect and rally our support to Ukraine. More military aid, more sanctions against the agressor, holding Russia accountable for its crimes. 2/2— Kaja Kallas (@kajakallas) September 20, 2022 Úkraínumenn sjálfir hafa sagt að þeir muni frelsa hvert einasta hérað Úkraínu frá Rússum og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu eftir innrás þeirra árið 2014. Reyni Rússar að innlima fleiri héruð landsins myndi það alfarið gera útaf við friðarviðræður, sem hafa ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og öðrum byggðum norður af Kænugarði urðu ljós. Sjá einnig: Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að atkvæðagreiðslunar skiptu engu máli. Rússar hefðu hernumið hluta Úkraínu og ríkið væri í fullum rétti að verja sig og það myndu Úkraínumenn gera, sama hvað Rússar segðu. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Gagnárásin hafi engin áhrif á Rússa Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín tjáði sig í fyrsta sinn um stöðuna í gær. 17. september 2022 09:59 Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. 16. september 2022 14:27 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Því var frestað til sex en ávarpið var heldur ekki birt þá. Upp úr klukkan sjö í kvöld sagði Margarita Simonyan, yfirmaður ríkismiðilsins RT, á samfélagsmiðlum að fólk ætti bara að fara í háttinn. Þannig gaf hún til kynna að ávarpið yrði ekki birt í kvöld og var það staðfest af Kreml skömmu síðar. Ávarpið verður þess í stað birt í fyrramálið. Þetta hefði verið fyrsta ávarp Pútíns frá því í febrúar þegar hann tilkynnti hina svokölluðu „sértæku hernaðaraðgerð“, eins og Rússar kalla innrásina í Úkraínu. Líkur hafi verið leiddar að því að Pútín ætli í ávarpi sínu að ræða ætlanir sínar varðandi mögulega herkvaðningu og áætlanir um að innlima fjögur héruð Úkraínu í Rússland.. Ætla að innlima fjögur héruð Rússar og leppstjórnir þeirra á hernumdum svæðum Úkraínu tilkynntu í dag að í vikunni myndi fara fram atkvæðagreiðsla á þessum svæðum um innlimun þeirra í rússneska sambandsríkið. Vert er að taka fram að atkvæðagreiðslur þessar og væntanleg innlimun héraðanna er brot á alþjóðalögum. Sjá einnig: Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Um er að ræða héruðin Donetsk og Luhansk í austurhluta landsins og Kherson og Saporisjía í suðurhluta landsins. Rússar stjórna um sextíu prósentum af Donetsk og nánast öllu Luhansk-héraði en Úkraínumenn eru þó að sækja fram gegn Rússum þar. Þá eru Rússar ekki heldur með fulla stjórn á Kherson og Saporisjía en í Kherson-héraði eiga Úkraínumenn í umfangsmikilli gagnsókn gegn hersveitum Rússa á norðurbakka Dnipro-ár. Rússar stjórnuðu einnig nýverið stórum hluta Kharkív-héraðs en voru nýverið reknir þaðan. Úkraínumönnum hefur vegnað vel á vígvöllunum í Úkraínu undanfarnar vikur og halda þeir Rússum á hælunum víðast hvar á víglínunum í Úkraínu. Úkraínumenn ógna jafnvel ávinningi Rússa í Donetsk og Luhansk. Frá því innrás Rússa hófst hafa fregnir borist af manneklu í rússneska hernum og er útlit fyrir að þau vandræði hafi ágerst að undanförnu. Rússar hafa ekki haft burði til að sækja fram gegn Úkraínumönnum um nokkra vikna skeið. Sjá einnig: Alvarlegir gallar á rússneska hernum Gætu sent lítið þjálfaða fótgönguliða til Úkraínu Með því að lýsa því yfir að átakasvæðin í Úkraínu séu í raun hluti af Rússlandi gætu Rússar reynt að bæta stöðu sína, í það minnsta til skamms tíma og mögulega farið í einhvers konar herkvaðningu. Hún gæti bæði verið almenn eða minni í sniðum. Rússar halda nú um fimmtán prósentum af Úkraínu og ráðamenn í Moskvu eru þegar byrjaðir að tala um að eftir innlimun verði litið á árás á þessi svæði sem árás á Rússland. Rússar kalla tvisvar sinnum á ári hundrað til 150 þúsund menn til herþjónustu í eitt ár. Lögum samkvæmt má ekki nota þá utan landamæra Rússlands, án þess að stríðsyfirlýsing liggi fyrir. Rússar hafa aldrei lýst yfir stríði í Úkraínu en með því að segja þessi héruð í Úkraína tilheyra Rússlandi getur Pútín ef til vill sent þessa hermenn til Úkraínu í flýti. Þessir hermenn eru eðli málsins samkvæmt lítið þjálfaðir og sérfræðingar segja ólíklegt að þeir muni hjálpa Rússum við að sækja fram gegn Úkraínumönnum. Þeir geta þó verið notaðir til varna og þannig leyst aðrar hersveitir atvinnuhermanna að hólmi, sem hægt yrði að nota til árása. Almenn herkvaðning myndi líklegast ekki skila Rússum miklum árangri. Minni herkvaðning, þar sem fyrrverandi atvinnuhermenn sem búa yfir grunn- og sérþekkingu og þjálfun sem Rússar þurfa á að halda yrðu þvingaðir aftur í herinn, gæti þó hjálpað Rússum og myndi taka mun minni tíma en almenn herkvaðning þar sem nauðsynlegt yrði að þjálfa mikinn fjölda óreyndra hermanna. Vill þrýsta á bakhjarla Úkraínu Annað markmið Pútíns með innlimun héraðanna fjögurra gæti verið að reyna að draga úr kjarki bakhjarla Úkraínu. Að láta á það reyna að hvort ráðamenn í Vesturlöndum vilji útvega Úkraínumönnum vopn sem þeir nota til að gera árásir á „Rússland“. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda meinað Úkraínumönnum að nota bandarísk vopn til að gera slíkar árásir. Miðað við fyrstu viðbrögð í Vesturlöndum virðist þó sem að þetta muni ekki virka fyrir Rússa. Hvíta húsið segir til að mynda að þessi atkvæðagreiðsla muni engu skipta og það hafa aðrir bakhjarlar Úkraínu tekið undir. Sjá einnig: Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn Jake Sullivan, einn af talsmönnum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin myndu aldrei viðurkenna innlimun Rússa á áðurnefndum héruðum Úkraínu. Þessar atkvæðagreiðslur væru brot á fullveldi Úkraínu Bandaríkin höfnuðu þeim alfarið, samkvæmt Washington Post. Joe Biden og starfsmenn hans vinna hörðum hödnum að því að stappa stálinu í aðra bakhjarla Úkraínu, samkvæmt frétt New York Times og hafa heitið Úkraínumönnum langvarandi hernaðaðstoð og fjárhagsaðstoð. Enn sem komið er segjast Bandaríkjamenn ekki sjá sprungur í bandalaginu en óttast er að það gæti breyst í vetur og þá sértaklega í Evrópu, þar sem orkuverð hafa hækkað gífulega og stefnir í skort á jarðgasi sem meðal annars er notað víða til að hita hús. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, tísti um vendingarnar í dag og sagði að innlimun yrði aldrei samþykkt. Hún sagði Úkraínumenn eiga rétt á því að verja sig og að aðgerðir Rússa hefðu líklegast öfug áhrif og að stuðningurinn við Úkraínu yrði frekar aukinn. Russia keeps using blackmail and illegally tries to take what doesn't belong to it.Actions like this will have the opposite effect and rally our support to Ukraine. More military aid, more sanctions against the agressor, holding Russia accountable for its crimes. 2/2— Kaja Kallas (@kajakallas) September 20, 2022 Úkraínumenn sjálfir hafa sagt að þeir muni frelsa hvert einasta hérað Úkraínu frá Rússum og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu eftir innrás þeirra árið 2014. Reyni Rússar að innlima fleiri héruð landsins myndi það alfarið gera útaf við friðarviðræður, sem hafa ekki farið fram frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og öðrum byggðum norður af Kænugarði urðu ljós. Sjá einnig: Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í dag að atkvæðagreiðslunar skiptu engu máli. Rússar hefðu hernumið hluta Úkraínu og ríkið væri í fullum rétti að verja sig og það myndu Úkraínumenn gera, sama hvað Rússar segðu. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Gagnárásin hafi engin áhrif á Rússa Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín tjáði sig í fyrsta sinn um stöðuna í gær. 17. september 2022 09:59 Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. 16. september 2022 14:27 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15
Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44
Gagnárásin hafi engin áhrif á Rússa Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín tjáði sig í fyrsta sinn um stöðuna í gær. 17. september 2022 09:59
Sagðist líka skilja áhyggjur Modi og vill binda skjótan enda á stríðið Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að hann vildi binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið væri. Þá sagðist hann hafa skilning á áhyggjum Modi af átökunum. 16. september 2022 14:27