Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 11:15 Gervihnattamynd af Pivdennoukrainsk-kjarnorkuverinu í Mykolaiv-héraði í Úkraínu frá því í maí 2022. AP/Planet Labs PBC Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. Raforkufyrirtækið Energoatom sem rekur kjarnorkuverið, sem er það næststærsta í Úkraínu, segir að flugskeytið hafi lent um þrjú hundruð metra frá verinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Á upptöku úr öryggismyndavélum sem úkraínska varnarmálaráðuneytið birti mátti sjá tvo eldhnetti í myrkrinu skömmu eftir miðnætti. Fyrirtækið og ráðuneytið sökuðu Rússa um „kjarnorkuhryðjuverkastarfsemi“. Krafturinn í sprengingunni hafi sprengt fleiri en hundrað rúður í gluggum og tímabundið stöðvað starfsemi vatnsaflsvirkjunar í grennd við kjarnorkuverið. Hvorki rússnesk stjórnvöld né Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hafa brugðist við ásökunum Úkraínumanna um árásina. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hótaði að beina vopnum sínum enn frekar að innviðum Úkraínu eftir niðurlægingu sem hersveitir hans hafa sætt á vígvellinum upp á síðkastið. Ukraine's state nuclear company said Russian troops struck the Pivdennoukrainsk nuclear power plant in the southern Mykolaiv region. Ukrainian President Volodymyr Zelenskiy posted CCTV footage he said showed the moment of explosion https://t.co/N8PCfGlQgb pic.twitter.com/w9t220XjJm— Reuters (@Reuters) September 19, 2022 Ástsælasta söngkona Rússlands fordæmir hernaðinn Sú niðurlæging virðist halda áfram. Úkraínuher segist nú hafa náð aftur á sitt vald austurbakka árinnar Oskil sem hefur verið framlína átakanna við rússneska hermenn í norðaustanverðu landinu. Úkraínumenn hafa nú náð nær öllu Kharkiv-héraði og segjast stefna á að frelsa Luhansk úr höndum innrásarhersins. Pútín var greitt annað þungt högg um helgina þegar Alla Pugatsjeva, ein ástsælasta söngkona Rússlands til áratuga, gagnrýndi innrásina harðlega á samfélagsmiðlum. Kallaði hún markmið stjórnar Pútín í Úkraínu „tálsýn“ sem gerði Rússland að úrhrökum á alþjóðavettvangi og líf landsmanna afar erfitt, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rússnesk stjórnvöld lýstu Maxim Galkin, eiginmann Pugatsjevu sem sjálfur er þekktur grínisti og söngvari, útsendara erlendra ríkja vegna andstöðu hans við hernaðinn á föstudag. Skoraði Pugatsjeva á stjórnvöld að gera slíkt við sama við hana. Kremlverjar hafa beitt merkimiðanum „útsendari erlends ríki“ á ýmis félagasamtök og fréttamiðla sem eru þeim erfiður ljár í þúfu í gegnum tíðina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Raforkufyrirtækið Energoatom sem rekur kjarnorkuverið, sem er það næststærsta í Úkraínu, segir að flugskeytið hafi lent um þrjú hundruð metra frá verinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Á upptöku úr öryggismyndavélum sem úkraínska varnarmálaráðuneytið birti mátti sjá tvo eldhnetti í myrkrinu skömmu eftir miðnætti. Fyrirtækið og ráðuneytið sökuðu Rússa um „kjarnorkuhryðjuverkastarfsemi“. Krafturinn í sprengingunni hafi sprengt fleiri en hundrað rúður í gluggum og tímabundið stöðvað starfsemi vatnsaflsvirkjunar í grennd við kjarnorkuverið. Hvorki rússnesk stjórnvöld né Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hafa brugðist við ásökunum Úkraínumanna um árásina. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hótaði að beina vopnum sínum enn frekar að innviðum Úkraínu eftir niðurlægingu sem hersveitir hans hafa sætt á vígvellinum upp á síðkastið. Ukraine's state nuclear company said Russian troops struck the Pivdennoukrainsk nuclear power plant in the southern Mykolaiv region. Ukrainian President Volodymyr Zelenskiy posted CCTV footage he said showed the moment of explosion https://t.co/N8PCfGlQgb pic.twitter.com/w9t220XjJm— Reuters (@Reuters) September 19, 2022 Ástsælasta söngkona Rússlands fordæmir hernaðinn Sú niðurlæging virðist halda áfram. Úkraínuher segist nú hafa náð aftur á sitt vald austurbakka árinnar Oskil sem hefur verið framlína átakanna við rússneska hermenn í norðaustanverðu landinu. Úkraínumenn hafa nú náð nær öllu Kharkiv-héraði og segjast stefna á að frelsa Luhansk úr höndum innrásarhersins. Pútín var greitt annað þungt högg um helgina þegar Alla Pugatsjeva, ein ástsælasta söngkona Rússlands til áratuga, gagnrýndi innrásina harðlega á samfélagsmiðlum. Kallaði hún markmið stjórnar Pútín í Úkraínu „tálsýn“ sem gerði Rússland að úrhrökum á alþjóðavettvangi og líf landsmanna afar erfitt, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rússnesk stjórnvöld lýstu Maxim Galkin, eiginmann Pugatsjevu sem sjálfur er þekktur grínisti og söngvari, útsendara erlendra ríkja vegna andstöðu hans við hernaðinn á föstudag. Skoraði Pugatsjeva á stjórnvöld að gera slíkt við sama við hana. Kremlverjar hafa beitt merkimiðanum „útsendari erlends ríki“ á ýmis félagasamtök og fréttamiðla sem eru þeim erfiður ljár í þúfu í gegnum tíðina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50