Venjumst ekki stríðsrekstri Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. september 2022 13:31 Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hvíta-Rússland Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun