Venjumst ekki stríðsrekstri Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. september 2022 13:31 Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hvíta-Rússland Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun