Svona á að raða í uppþvottavélina Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2025 23:23 Það þarf ákveðna færni til að raða í uppþvottavél. Getty Skólastjóri Hússtjórnarskólans segir mikilvægt að borðbúnaði sé raðað rétt í uppþvottavél, til að spara orku og ná sem bestum þvotti. Sambandsráðgjafi segir verkaskiptingu á heimili oft koma upp í ráðgjöf en endurspegli þá önnur vandamál. Á samfélagsmiðlum má finna myndbönd þar sem fók sýnir hvernig á að raða í uppþvottavél. Já, eða hvernig á ekki að gera það. View this post on Instagram A post shared by Mark Christian Frankie & Lulu (@lovefromyourdads) Skólastjóri Hússtjórnarskólans segir algengustu mistökin þau að raða handahófskennt í vélina. Að raða rétt spari orku. „Það þarf helst að halda eins sortum saman,“ segir Marta María Arnarsdóttir sem raðað hafði í vél Hússtjórnarskólans skömmu áður. Marta María Arnarsdóttir er skólastjóri Hússtjórnarskólans.Vísir/Anton Brink „Litlir diskar raðast saman, skálarnar raðast saman þannig að maður reyni að ná þessu eins þétt og hægt er en þó á þann hátt að þetta þvoist vel.“ Mikilvægt að raða hnífapörum rétt Neðri hilla í vélunum er kjörin fyrir stærri hluti en sú efri fyrir glös og minni skálar. Svo eru það hnífapörin. „Hérna þarf maður helst að hafa gaffla og skeiðar saman, allt einhvern veginn sitt á hvað. Þannig þvæst það betur,“ segir Marta og nefnir dæmi að séu skeiðar hlið við hlið þá leggjast þær saman og vatn kemst ekki á milli. Þessu er síðan öfugt farið í uppþvottavélum sem eru með sérstaka hnífaparahillu. Þá þurfi eins hlutir að vera hlið við hlið til að koma sem mestu fyrir. Á að skola borðbúnaðinn? Einnig eru hlutir sem ekki er mælt með að fari í uppþvottavél heldur vaskaðir upp. Til dæmis plastbretti og áhöld úr tré. „Svo alls ekki hnífar því þeir missa mjög gjarnan bitið þegar þeir fara í uppþvottavélina,“ bætir Marta María við um leið og hún sýnir einn af beittari hnífum skólans. Einn angi umræðunnar er hvort skola eigi af borðbúnaði áður en hann er settur í. „Það eru tveir skólar í þessu. Nýjasti skólinn segir að það eigi ekki að skola of mikið heldur leyfa vélinni að vinna. Að því sögðu má ekki setja matarleifar í vélina, ekki leyfa hrísgrjónum eða kjúklingabitum að fara með inn í vél. Þá lendir maður í veseni með síuna.“ Sambandsráðgjafi segir uppþvottavélarnar geta endurspeglað annan vanda Hvernig raða skal í uppþvottavél getur varkið sterkar tilfinningar hjá fólki og jafnvel orsakað rifrildi í samböndum. Margrét Hanna sambandsráðgjafi segir verkaskiptingu inni á heimili oft vera til umræðu í ráðgjöf en endurspegli þá oftast annan vanda. „Það verður einmitt oft þannig að sá sem ræður svolítið hann vill að allir raði í uppþvottavélina nákvæmlega eins og sú manneskja raðar í vélina.“ Margrét Hanna starfar sem sambandsráðgjafi.Vísir/Anton Brink Það sem flestir myndu kalla smáatriði, eins og hvernig á að raða í uppþvottavél, verði að einhvers konar bitstein í sambandinu. Komið hafi til hávaðarifrilda vegna þess konar mála. Gott sé að skipta með sér verkum og allir þurfi að geta gefið eftir. „Það er kannski eitthvað annað grundvallaratriði að í sambandinu. Það eru ekki nógu góð samskipti og þá fer maður að pirra sig yfir öllu. Þá verður maður reiður yfir alls konar litlum hlutum sem skipta kannski engu máli á góðum degi,“ sagði Margrét að endingu. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Á samfélagsmiðlum má finna myndbönd þar sem fók sýnir hvernig á að raða í uppþvottavél. Já, eða hvernig á ekki að gera það. View this post on Instagram A post shared by Mark Christian Frankie & Lulu (@lovefromyourdads) Skólastjóri Hússtjórnarskólans segir algengustu mistökin þau að raða handahófskennt í vélina. Að raða rétt spari orku. „Það þarf helst að halda eins sortum saman,“ segir Marta María Arnarsdóttir sem raðað hafði í vél Hússtjórnarskólans skömmu áður. Marta María Arnarsdóttir er skólastjóri Hússtjórnarskólans.Vísir/Anton Brink „Litlir diskar raðast saman, skálarnar raðast saman þannig að maður reyni að ná þessu eins þétt og hægt er en þó á þann hátt að þetta þvoist vel.“ Mikilvægt að raða hnífapörum rétt Neðri hilla í vélunum er kjörin fyrir stærri hluti en sú efri fyrir glös og minni skálar. Svo eru það hnífapörin. „Hérna þarf maður helst að hafa gaffla og skeiðar saman, allt einhvern veginn sitt á hvað. Þannig þvæst það betur,“ segir Marta og nefnir dæmi að séu skeiðar hlið við hlið þá leggjast þær saman og vatn kemst ekki á milli. Þessu er síðan öfugt farið í uppþvottavélum sem eru með sérstaka hnífaparahillu. Þá þurfi eins hlutir að vera hlið við hlið til að koma sem mestu fyrir. Á að skola borðbúnaðinn? Einnig eru hlutir sem ekki er mælt með að fari í uppþvottavél heldur vaskaðir upp. Til dæmis plastbretti og áhöld úr tré. „Svo alls ekki hnífar því þeir missa mjög gjarnan bitið þegar þeir fara í uppþvottavélina,“ bætir Marta María við um leið og hún sýnir einn af beittari hnífum skólans. Einn angi umræðunnar er hvort skola eigi af borðbúnaði áður en hann er settur í. „Það eru tveir skólar í þessu. Nýjasti skólinn segir að það eigi ekki að skola of mikið heldur leyfa vélinni að vinna. Að því sögðu má ekki setja matarleifar í vélina, ekki leyfa hrísgrjónum eða kjúklingabitum að fara með inn í vél. Þá lendir maður í veseni með síuna.“ Sambandsráðgjafi segir uppþvottavélarnar geta endurspeglað annan vanda Hvernig raða skal í uppþvottavél getur varkið sterkar tilfinningar hjá fólki og jafnvel orsakað rifrildi í samböndum. Margrét Hanna sambandsráðgjafi segir verkaskiptingu inni á heimili oft vera til umræðu í ráðgjöf en endurspegli þá oftast annan vanda. „Það verður einmitt oft þannig að sá sem ræður svolítið hann vill að allir raði í uppþvottavélina nákvæmlega eins og sú manneskja raðar í vélina.“ Margrét Hanna starfar sem sambandsráðgjafi.Vísir/Anton Brink Það sem flestir myndu kalla smáatriði, eins og hvernig á að raða í uppþvottavél, verði að einhvers konar bitstein í sambandinu. Komið hafi til hávaðarifrilda vegna þess konar mála. Gott sé að skipta með sér verkum og allir þurfi að geta gefið eftir. „Það er kannski eitthvað annað grundvallaratriði að í sambandinu. Það eru ekki nógu góð samskipti og þá fer maður að pirra sig yfir öllu. Þá verður maður reiður yfir alls konar litlum hlutum sem skipta kannski engu máli á góðum degi,“ sagði Margrét að endingu.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira