Bókmenntir

Fréttamynd

Fögnuðu Fjöruverðlaunum í Höfða

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Menning
Fréttamynd

Gera kvikmynd úr bók Arnaldar

Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Birkir nýr markaðs­stjóri Stor­ytel á Ís­landi

Birkir Ágústsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hann hefur undanfarin ár stýrt markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans Premium og Enska boltann á Síminn Sport. Áður starfaði hann hjá 365 miðlum um árabil og stýrði þar kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir

Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur.

Innlent
Fréttamynd

Heillandi að geta horfið inn í heim eða aðstæður

Drífa Þöll Arnardóttir hefur verið bókaormur allt sitt líf og starfar nú umkringd bókum alla daga sem bókavörður á Bókasafni Vestmannaeyja. Á síðasta ári setti hún sér það markmið að lesa að minnsta kosti 100 bækur á árinu og tókst það.

Lífið
Fréttamynd

Erótísk skáld­saga með grafískum kyn­ferðis­legum lýsingum

„Það er búið að vera draumur hjá mér í mörg ár að skrifa skáldsögu en efnið var lengi að koma til mín. Sennilega er þetta búið að gerjast í einhvern tíma í undirmeðvitundinni. Loksins settist ég niður og ákvað að það væri áskorun að dansa aðeins á línunni og skrifa erótískar senur inn í söguna og draga þar ekkert undan,“ segir Fanney Sif Gísladóttir í samtali við Makamál.

Makamál
Fréttamynd

Samruni Storytel og Forlagsins blásinn af

Ekki verður af fyrirhuguðum samruna Forlagsins og Storytel sem tilkynnt var um í sumar. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Storytel og Forlagsins, þar sem einnig er greint frá undirritun „langtímasamnings“ milli fyrirtækjanna um dreifingu hljóð- og rafbóka. Teikn voru á lofti um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki samþykkja samrunann, að sögn landsstjóra Storytel á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Maríanna Clara les Jól í Múmíndal

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

Kjartan Atli skrifar NBA bók fyrir Bandaríkjamarkað

„Það er sérstaklega gaman að taka þátt í þessu ævintýri með Kjartani Atla. Það kæmi mér ekkert á óvart að okkar maður tæki að sér körfuboltauppeldi fyrir bandaríska æsku um ókomin ár,“ segir Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögum útgáfu.

Lífið
Fréttamynd

Viðar sakar Ólínu um „hálfstuld“ og hroðvirkni

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur fer ófögrum orðum um Lífgrös og leyndir dómar - Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing í nýjasta tölublaði Sögu, tímarits Sögufélags. Bókin kom út í fyrra við góðar undirtektir og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en Viðar sakar Ólínu meðal annars um „hálfstuld“ og hroðvirkni.

Innlent