Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata. Lára gekk í raðir Vals í fyrra eftir nokkurra mánaða dvöl hjá Napoli á Ítalíu. Hún átti gott tímabil með Valsliðinu og hjálpaði því að verða Íslandsmeistari. Lára spilaði einnig með Val í Meistaradeild Evrópu og eftir leik í þeirri keppni ákvað hún að setjast við skriftir. „Beint eftir ferð með liðinu féll ég. Mér fannst svo sorglegt hversu fáir vissu af þessum sjúkdómi, hversu alvarlegur hann er og fékk einhverja löngun til að deila því, fyrir sjálfa mig og aðra. Ég vildi verða skilin betur á sama tíma og aðrir fengju tækifæri til að skilja þetta betur. Ég settist niður, skrifaði nokkra kafla og fljótlega fékk ég útgáfusamning,“ sagði Lára í samtali við Vísi í gær. Heimsóknir í gamla hugarheima Veran í moldinni er í dagbókarformi. Bókin nær yfir fjórtán ára tímabil þótt stærstur hluti hennar fjalli um síðustu árin í lífi Láru. „Ég þurfti að hafa fyrir því að koma mér inn í þann hugarheim sem ég var í hverju sinni. Þetta er ekki byggt á gömlum dagbókum þannig séð en mér fannst líklegast að ég næði best til lesandans ef þetta væri allt í fyrstu persónu og nútíð; að lesandinn fengi að fylgja mér í gegnum árin. Það var svo fallegt að geta nýtt tónlist og aðra hluti sem kipptu mér inn í gamla hugarheima,“ sagði Lára. Lára dregur hvergi af í bókinni og lýsir glímunni við matarfíknana á kjarkaðan hátt.vísir/hulda margrét Grunnstefið í Verunni í moldinni er matarfíkn en það er ekki tæmandi lýsing á innihaldi bókarinnar. „Mér leiðist að kalla þetta bara bók um matarfíkn. Ég vil meina að hún komi inn á margt annað, meðal annars hvernig fótboltaheimurinn birtist mér, hvernig mín samskipti hafa verið í gegnum tíðina og hvaða augum við lítum fíkn og hvernig við dæmum hana. Mér fannst ég svo verða að taka þetta alla leið þannig að þetta fjallar líka um mín ástarsambönd og fleira sem ég gat ekki litið framhjá þegar ég skrifaði þetta,“ sagði Lára. Gleði og grátur Þrátt fyrir að tónn bókarinnar sé berorður og lýsingarnar á baráttunni við matarfíknina séu oft á tíðum átakanlegar getur Lára ekki lýst bókarskrifunum sem erfiðum. „Ég skemmti mér svo mikið við skrifin og fann mig rosa mikið í þessu. Það tók vissulega á tilfinningalega og ég grét mjög oft við skriftirnar því ég gróf niður á gamlan sársauka,“ sagði Lára. Hún svarar því einnig neitandi aðspurð hvort henni finnist erfitt að deila lífi sínu og reynslu með alþjóð. „Nei, ég var tilbúin að taka þetta skref. Þetta er mjög persónulegt en ég trúi því að því persónulegra sem þetta er því fleiri einstaklinga nái ég til. Ég er allavega ekki enn búin að fá skellinn, að finnast erfitt að deila þessu með fólki. En kannski kemur hann.“ Lára hafði reynt ýmislegt áður en hún fékk bót meina sinna.vísir/hulda margrét Lára segir að skilningur fólks á matarfíkn sé almennt takmarkaður enda um tiltölulega „nýjan“ sjúkdóm að ræða. Til samanburðar eru AA-samtök þeirra sem glíma við alkahólisma næstum því aldargömul og sá sjúkdómur viðurkenndari ef svo má að orði komast. „Mér líður eins og matarfíkn sé nokkrum áratugum á eftir áfengisfíkn. Við vitum minna um hana, hún er ekki jafn samþykkt og þekkt en ég trúi því að við getum breytt því og held að það sé öllum til heilla. Eins og staðan er í dag er matarfíkn frekar dulin og það hjálpar augljóslega engum,“ sagði Lára. Grunnhygginn skilningur Hún hefur spilað í meistaraflokki í fótbolta í rúman áratug og er þrautreynd á hæsta getustigi hér á Íslandi. Lára passar því ekki beint inn í hið hefðbundna form matarfíkils ef svo klaufalega má að orði komast. „Ætli það hjálpi ekki eitthvað upp á skilninginn á matarfíkn, að íþróttakona komi fram og skrifi um reynslu sína af sjúkdómnum. Við erum enn grunnhyggin í skilningi okkar á matarfíkn og tengjum hana aðallega við holdafar og offitu. Það getur verið ein afleiðing matarfíknar en ekki sú eina og alls ekki sú versta að mínu mati,“ sagði Lára. Meðfram fótboltanum hefur Lára meðal annars starfað á geðdeild, kennt íslensku og keyrt leigubíl.vísir/hulda margrét Þótt Lára hafi átt farsælan feril hefur matarfíknin hamlað henni sem fótboltakonu. Í bókinni lýsir hún því meðal annars þegar hún missti af stórum leik með Stjörnunni í Meistaradeildinni vegna matarfíknarinnar. „Þetta hefur haft mikil áhrif á minn feril bæði hvað varðar æfingasókn og svo hjálpar það engum að vera ekki í líkamlegu formi í fótbolta. Þetta hefur sett mark sitt á ferilinn en það er ekkert sem ég pæli í eða hanka mig á. Ég er sátt á þeim stað sem ég er á núna. Þetta er bara hluti af minni sögu eins og að sumir hafa slitið krossband og þar fram eftir götunum,“ sagði Lára. Skilningur skilyrði í samningum Þótt þekking á matarfíkn sé ekki mikil segist Lára almennt hafa mætt skilningi frá þeim þjálfurum og liðsfélögum sem hún hefur haft í gegnum tíðina. „Þegar ég fór fyrst í meðferð var ég í það samheldnum hóp í Stjörnunni að þessu var sýndur mikill skilningur og allir voru frekar fegnir að ég væri að finna einhverja lausn á mínum vanda. Því ég var svo sannarlega ekki búin að vera fyrirmyndar liðsfélagi fram að þeim tíma,“ sagði Lára sem lék með Stjörnunni í fimm ár. Síðan þá hefur hún leikið með Þór/KA, KR, Napoli og Val. Lára og stöllur hennar í Val eru í góðri stöðu til að vinna tvöfalt. Í gær tryggðu Valskonur sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn í áratug.vísir/hulda margrét „Eftir að ég fór frá Stjörnunni hef ég ekki samið við íslenskt lið nema að þessu sé sýndur skilningur og það hefur reynst svo. Mér hefur verið sýndur skilningur en í grunninn er skilningurinn á sjúkdómnum sjálfum ekki mikill vegna þess að hann er lítill í samfélaginu. En vonandi breytist það.“ Heimskulegu spurningarnar nauðsynlegar Lára segir að til að skilningur samfélagsins á matarfíkn aukist verði að spyrja, innan gæsalappa, heimskulegra spurninga og svara þeim. „Þetta einskorðast ekki bara við heimskulegar spurningar um matarfíkn heldur er landslag samfélagsins svo breytt og það er svo margt nýtt sem við erum að læra saman,“ sagði Lára. „Ég er ekkert alltaf á þessum stað að nenna að svara heimskulegu spurningunum og stundum verð ég ótrúlega leið og reið yfir staðnum sem við erum á. En því oftar sem ég næ mér upp úr því og get tekið slaginn og svarað spurningum af heilindum, því fyrr breytist vonandi eitthvað.“ Mikilvægasta skrefið Lára hefur verið í góðum bata og jafnvægi síðustu mánuði. Hún segir að tólf spora kerfið og sértækt matarplan séu beittustu vopnin í baráttunni við matarfíkn. Fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að bata er samt að viðurkenna vandann; vanmátt sinn gagnvart fíkninni og að þú sért ekki lengur við stjórnvölinn í eigin lífi. Lára hefur verið í góðum bata síðustu mánuði.vísir/hulda margrét „Það er ofboðslega létt að sjá vandann og það sé eitthvað að. En þegar ég þorði að viðurkenna hann og bera virðingu fyrir þessu sem alvarlegum vanda sem þarf að takast á við fóru hjólin að snúast. Þá öðlaðist ég fúsleika til að leita mér hjálpar og hlusta á aðra sem vita meira um þetta en ég,“ sagði Lára en það gekk ekki áfallalaust að taka þetta fyrsta skref, eða fyrsta spor. „Ég var ansi lengi að því og það kemur bersýnilega fram í bókinni. Minn hroki gagnvart því að gefast upp var gífurlegur, komandi úr íþróttaumhverfi þar sem þér er kennt allt annað en að gefast upp, svo þetta vafðist svolítið fyrir mér.“ Besta deild kvenna Valur Fíkn Bókmenntir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn
Lára gekk í raðir Vals í fyrra eftir nokkurra mánaða dvöl hjá Napoli á Ítalíu. Hún átti gott tímabil með Valsliðinu og hjálpaði því að verða Íslandsmeistari. Lára spilaði einnig með Val í Meistaradeild Evrópu og eftir leik í þeirri keppni ákvað hún að setjast við skriftir. „Beint eftir ferð með liðinu féll ég. Mér fannst svo sorglegt hversu fáir vissu af þessum sjúkdómi, hversu alvarlegur hann er og fékk einhverja löngun til að deila því, fyrir sjálfa mig og aðra. Ég vildi verða skilin betur á sama tíma og aðrir fengju tækifæri til að skilja þetta betur. Ég settist niður, skrifaði nokkra kafla og fljótlega fékk ég útgáfusamning,“ sagði Lára í samtali við Vísi í gær. Heimsóknir í gamla hugarheima Veran í moldinni er í dagbókarformi. Bókin nær yfir fjórtán ára tímabil þótt stærstur hluti hennar fjalli um síðustu árin í lífi Láru. „Ég þurfti að hafa fyrir því að koma mér inn í þann hugarheim sem ég var í hverju sinni. Þetta er ekki byggt á gömlum dagbókum þannig séð en mér fannst líklegast að ég næði best til lesandans ef þetta væri allt í fyrstu persónu og nútíð; að lesandinn fengi að fylgja mér í gegnum árin. Það var svo fallegt að geta nýtt tónlist og aðra hluti sem kipptu mér inn í gamla hugarheima,“ sagði Lára. Lára dregur hvergi af í bókinni og lýsir glímunni við matarfíknana á kjarkaðan hátt.vísir/hulda margrét Grunnstefið í Verunni í moldinni er matarfíkn en það er ekki tæmandi lýsing á innihaldi bókarinnar. „Mér leiðist að kalla þetta bara bók um matarfíkn. Ég vil meina að hún komi inn á margt annað, meðal annars hvernig fótboltaheimurinn birtist mér, hvernig mín samskipti hafa verið í gegnum tíðina og hvaða augum við lítum fíkn og hvernig við dæmum hana. Mér fannst ég svo verða að taka þetta alla leið þannig að þetta fjallar líka um mín ástarsambönd og fleira sem ég gat ekki litið framhjá þegar ég skrifaði þetta,“ sagði Lára. Gleði og grátur Þrátt fyrir að tónn bókarinnar sé berorður og lýsingarnar á baráttunni við matarfíknina séu oft á tíðum átakanlegar getur Lára ekki lýst bókarskrifunum sem erfiðum. „Ég skemmti mér svo mikið við skrifin og fann mig rosa mikið í þessu. Það tók vissulega á tilfinningalega og ég grét mjög oft við skriftirnar því ég gróf niður á gamlan sársauka,“ sagði Lára. Hún svarar því einnig neitandi aðspurð hvort henni finnist erfitt að deila lífi sínu og reynslu með alþjóð. „Nei, ég var tilbúin að taka þetta skref. Þetta er mjög persónulegt en ég trúi því að því persónulegra sem þetta er því fleiri einstaklinga nái ég til. Ég er allavega ekki enn búin að fá skellinn, að finnast erfitt að deila þessu með fólki. En kannski kemur hann.“ Lára hafði reynt ýmislegt áður en hún fékk bót meina sinna.vísir/hulda margrét Lára segir að skilningur fólks á matarfíkn sé almennt takmarkaður enda um tiltölulega „nýjan“ sjúkdóm að ræða. Til samanburðar eru AA-samtök þeirra sem glíma við alkahólisma næstum því aldargömul og sá sjúkdómur viðurkenndari ef svo má að orði komast. „Mér líður eins og matarfíkn sé nokkrum áratugum á eftir áfengisfíkn. Við vitum minna um hana, hún er ekki jafn samþykkt og þekkt en ég trúi því að við getum breytt því og held að það sé öllum til heilla. Eins og staðan er í dag er matarfíkn frekar dulin og það hjálpar augljóslega engum,“ sagði Lára. Grunnhygginn skilningur Hún hefur spilað í meistaraflokki í fótbolta í rúman áratug og er þrautreynd á hæsta getustigi hér á Íslandi. Lára passar því ekki beint inn í hið hefðbundna form matarfíkils ef svo klaufalega má að orði komast. „Ætli það hjálpi ekki eitthvað upp á skilninginn á matarfíkn, að íþróttakona komi fram og skrifi um reynslu sína af sjúkdómnum. Við erum enn grunnhyggin í skilningi okkar á matarfíkn og tengjum hana aðallega við holdafar og offitu. Það getur verið ein afleiðing matarfíknar en ekki sú eina og alls ekki sú versta að mínu mati,“ sagði Lára. Meðfram fótboltanum hefur Lára meðal annars starfað á geðdeild, kennt íslensku og keyrt leigubíl.vísir/hulda margrét Þótt Lára hafi átt farsælan feril hefur matarfíknin hamlað henni sem fótboltakonu. Í bókinni lýsir hún því meðal annars þegar hún missti af stórum leik með Stjörnunni í Meistaradeildinni vegna matarfíknarinnar. „Þetta hefur haft mikil áhrif á minn feril bæði hvað varðar æfingasókn og svo hjálpar það engum að vera ekki í líkamlegu formi í fótbolta. Þetta hefur sett mark sitt á ferilinn en það er ekkert sem ég pæli í eða hanka mig á. Ég er sátt á þeim stað sem ég er á núna. Þetta er bara hluti af minni sögu eins og að sumir hafa slitið krossband og þar fram eftir götunum,“ sagði Lára. Skilningur skilyrði í samningum Þótt þekking á matarfíkn sé ekki mikil segist Lára almennt hafa mætt skilningi frá þeim þjálfurum og liðsfélögum sem hún hefur haft í gegnum tíðina. „Þegar ég fór fyrst í meðferð var ég í það samheldnum hóp í Stjörnunni að þessu var sýndur mikill skilningur og allir voru frekar fegnir að ég væri að finna einhverja lausn á mínum vanda. Því ég var svo sannarlega ekki búin að vera fyrirmyndar liðsfélagi fram að þeim tíma,“ sagði Lára sem lék með Stjörnunni í fimm ár. Síðan þá hefur hún leikið með Þór/KA, KR, Napoli og Val. Lára og stöllur hennar í Val eru í góðri stöðu til að vinna tvöfalt. Í gær tryggðu Valskonur sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn í áratug.vísir/hulda margrét „Eftir að ég fór frá Stjörnunni hef ég ekki samið við íslenskt lið nema að þessu sé sýndur skilningur og það hefur reynst svo. Mér hefur verið sýndur skilningur en í grunninn er skilningurinn á sjúkdómnum sjálfum ekki mikill vegna þess að hann er lítill í samfélaginu. En vonandi breytist það.“ Heimskulegu spurningarnar nauðsynlegar Lára segir að til að skilningur samfélagsins á matarfíkn aukist verði að spyrja, innan gæsalappa, heimskulegra spurninga og svara þeim. „Þetta einskorðast ekki bara við heimskulegar spurningar um matarfíkn heldur er landslag samfélagsins svo breytt og það er svo margt nýtt sem við erum að læra saman,“ sagði Lára. „Ég er ekkert alltaf á þessum stað að nenna að svara heimskulegu spurningunum og stundum verð ég ótrúlega leið og reið yfir staðnum sem við erum á. En því oftar sem ég næ mér upp úr því og get tekið slaginn og svarað spurningum af heilindum, því fyrr breytist vonandi eitthvað.“ Mikilvægasta skrefið Lára hefur verið í góðum bata og jafnvægi síðustu mánuði. Hún segir að tólf spora kerfið og sértækt matarplan séu beittustu vopnin í baráttunni við matarfíkn. Fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að bata er samt að viðurkenna vandann; vanmátt sinn gagnvart fíkninni og að þú sért ekki lengur við stjórnvölinn í eigin lífi. Lára hefur verið í góðum bata síðustu mánuði.vísir/hulda margrét „Það er ofboðslega létt að sjá vandann og það sé eitthvað að. En þegar ég þorði að viðurkenna hann og bera virðingu fyrir þessu sem alvarlegum vanda sem þarf að takast á við fóru hjólin að snúast. Þá öðlaðist ég fúsleika til að leita mér hjálpar og hlusta á aðra sem vita meira um þetta en ég,“ sagði Lára en það gekk ekki áfallalaust að taka þetta fyrsta skref, eða fyrsta spor. „Ég var ansi lengi að því og það kemur bersýnilega fram í bókinni. Minn hroki gagnvart því að gefast upp var gífurlegur, komandi úr íþróttaumhverfi þar sem þér er kennt allt annað en að gefast upp, svo þetta vafðist svolítið fyrir mér.“