Fyrri myndin er hugsuð sem forsaga eða undanfari Svartur á leik og hefst árið 1975 þegar fyrsti dómur fyrir eiturlyfjasölu féll. Hún verður frumsýnd árið 2024 og sú seinni ári síðar. Sú seinni verður framhald og gerist í nútímanum og verður birtingarmynd undirheima í dag.
Hér að neðan má sjá stiklu fyrir fyrstu myndina:
Óskar Þór Axelsson leikstjóri tilkynnt það að Svartur á leik verður að þríleik sem hann mun leikstýra og skrifa handritið ásamt Stefáni Mána. Framleiðslufyrirtækin Filmus og Zik Zak, innlend dreifing Sena og alþjóðleg dreifing Scanbox verða einnig með. Andri Sveinsson, Arnar Knútsson, Heiðar Guðjónsson og Þórir Snær Sigurjónsson verða áfram framleiðendur.
Hér að neðan má sjá þegar rithöfundurinn Stefán Máni hleypti áhorfendum bak við tjöldin á persónusköpun sinni fyrir Svartur á leik.
Svartur á leik var fyrsta mynd Óskars Þórs í fullri lengd. Hann mætti í viðtal á Bylgjunni á dögunum þar sem hann sagðist vera mjög spenntur fyrir verkefninu. Einnig að sjá myndina aftur og hitta hópinn sem kom að gerð hennar.