Efnahagsmál

Fréttamynd

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.

Skoðun
Fréttamynd

Halli kjörinn á þing

Við könnumst öll við þessa sögu: Stjórnmálaflokkur lofar öllu fögru – að lækka skatta á alla nema þá tekjuhæstu, stórauka framlög til mennta- og heilbrigðiskerfis, hækka bætur og allt skal verða betra.

Skoðun
Fréttamynd

Skoðana­kannanir fyrir kosningar valdi fjár­festum á­hyggjum

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki

Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera.

Skoðun
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um hægari efna­hags­bata

Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af­koma hins opin­bera ekki verri síðan 2008

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 254 milljarða króna árið 2020, eða sem nemur 8,6 prósent af vergri landsframleiðslu ársins. Hefur hún ekki verið verri síðan 2008. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á tekjur og gjöld hins opinbera.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Réttu spurningarnar um skatta

Oft eru stjórnmálaflokkar að rífast um skatta, hærri eða lægri - og ásakanir ganga fram og til baka um hvort sé betra. Bæði sjónarmiðin eru afvegaleiðing frá því sem skiptir máli - hvað fáum við fyrir skattana okkar?

Skoðun
Fréttamynd

Mælum það sem skiptir máli

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin.

Skoðun
Fréttamynd

Atvinnuleysi minnkar milli mánaða og ára

Atvinnuleysi var 5,2 prósent í júlí samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi dróst saman um 0,4 prósent milli júní og júlí. Atvinnulausum fækkar því um 900 milli mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Út­gjöld vegna ferða­laga er­lendis jukust um 59 prósent

Þjónustujöfnuður var jákvæður um 25,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi og batnar verulega milli ára samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust verulega milli ára eða um 19,3 milljarða. Á sama tíma jukust útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis um 5,7 milljarða.

Viðskipti innlent