Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. október 2022 14:01 Bjarni Benediktsson í viðtali að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti það í lok síðustu viku að hann hyggðist hefja samtal við lífeyrissjóðina til að setja ÍL-sjóðinn, gamla íbúðalánasjóðinn, í slitameðferð. Þetta er leið sem myndi spara ríkinu talsverða fjármuni til lengri tíma en á móti fá lífeyrissjóðirnir minna greitt af þeim skuldum sem þeir eiga kröfu á í sjóðnum. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands og stjórnarmann í Almenna lífeyrissjóðnum, gagnrýndi þetta harðlega í Kastljósi í gær og sagði meðal annars að leiðin jafngilti greiðslufalli ríkisstjóðs og skaðaði lánstraust hans. Bjarni segir þetta kolrangt og allt of stór orð notuð. „Ég held að þetta sé bara lýsandi fyrir þá sem vilja ekkert gera í málinu. Þeir munu tala fyrir þessu. Og það verður bara að skoða í því ljósi að þetta eru þeir sem hafa hagsmuni í málinu sem eru að tjá sig.“ Það sé ekki forsvaranlegt að gera ekkert í málinu; ÍL-sjóður eigi ekki fyrir skuldum sínum og því myndi ríkisábyrgð sem var sett á skuldir hans 2019 virkjast á endanum. Betra sé að greiða skuldirnar upp strax. Leiðin skaði alls ekki lánstraust til ríkisins. „Þetta er svona nokkuð sem að maður sér stundum að þegar þeir sem eiga kröfur á annan að þá vilja þeir teikna upp þá mynd að ef að hann borgi ekki þá muni hans lánstraust skaðast. Og oft gengur það út á það að sá sem skuldar eigi að taka á sig meiri skuldir heldur en hann í raun og veru á að gera samkvæmt skilmálum eða lögum.“ „ÍL-sjóður á ekki fyrir þessum skuldum“ Gagnrýnin hljómi kunnuglega í hans eyrum. „Mér finnst ég vera að upplifa hérna hluti sem við sáum í uppgjöri við föllnu bankanna og mörg eftirmál þess. Sömuleiðis þegar við vorum að afnema höftin þá var sagt „nú skuluði fara vel með kröfuhafana því annars lána þeir ykkur aldrei aftur pening“. En málið var bara það að við lögðum þá upp með nákvæmlega það sama og ég er að segja hér Það á bara að gera svona mál upp á grundvelli skilmála og þeirra laga sem um efnið gilda,“ segir Bjarni. Hann var beðinn um að útskýra málið fyrir almenningi sem velti eflaust fyrir sér um hvað málið snúist í raun og veru. „Þetta snýst um það að þeir sem eru ósáttir eiga skuldabréf. Sum þeirra eiga að lifa til 2044. Þeir vilja fá verðtryggða vexti upp á 3,75 prósent til 2044. Ég er að benda á að sá sem skuldar, ÍL-sjóður, á ekki fyrir þessum skuldum. Við erum að gera eitthvað í því og ræða það mál.“ ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 „Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. 24. október 2022 06:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti það í lok síðustu viku að hann hyggðist hefja samtal við lífeyrissjóðina til að setja ÍL-sjóðinn, gamla íbúðalánasjóðinn, í slitameðferð. Þetta er leið sem myndi spara ríkinu talsverða fjármuni til lengri tíma en á móti fá lífeyrissjóðirnir minna greitt af þeim skuldum sem þeir eiga kröfu á í sjóðnum. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands og stjórnarmann í Almenna lífeyrissjóðnum, gagnrýndi þetta harðlega í Kastljósi í gær og sagði meðal annars að leiðin jafngilti greiðslufalli ríkisstjóðs og skaðaði lánstraust hans. Bjarni segir þetta kolrangt og allt of stór orð notuð. „Ég held að þetta sé bara lýsandi fyrir þá sem vilja ekkert gera í málinu. Þeir munu tala fyrir þessu. Og það verður bara að skoða í því ljósi að þetta eru þeir sem hafa hagsmuni í málinu sem eru að tjá sig.“ Það sé ekki forsvaranlegt að gera ekkert í málinu; ÍL-sjóður eigi ekki fyrir skuldum sínum og því myndi ríkisábyrgð sem var sett á skuldir hans 2019 virkjast á endanum. Betra sé að greiða skuldirnar upp strax. Leiðin skaði alls ekki lánstraust til ríkisins. „Þetta er svona nokkuð sem að maður sér stundum að þegar þeir sem eiga kröfur á annan að þá vilja þeir teikna upp þá mynd að ef að hann borgi ekki þá muni hans lánstraust skaðast. Og oft gengur það út á það að sá sem skuldar eigi að taka á sig meiri skuldir heldur en hann í raun og veru á að gera samkvæmt skilmálum eða lögum.“ „ÍL-sjóður á ekki fyrir þessum skuldum“ Gagnrýnin hljómi kunnuglega í hans eyrum. „Mér finnst ég vera að upplifa hérna hluti sem við sáum í uppgjöri við föllnu bankanna og mörg eftirmál þess. Sömuleiðis þegar við vorum að afnema höftin þá var sagt „nú skuluði fara vel með kröfuhafana því annars lána þeir ykkur aldrei aftur pening“. En málið var bara það að við lögðum þá upp með nákvæmlega það sama og ég er að segja hér Það á bara að gera svona mál upp á grundvelli skilmála og þeirra laga sem um efnið gilda,“ segir Bjarni. Hann var beðinn um að útskýra málið fyrir almenningi sem velti eflaust fyrir sér um hvað málið snúist í raun og veru. „Þetta snýst um það að þeir sem eru ósáttir eiga skuldabréf. Sum þeirra eiga að lifa til 2044. Þeir vilja fá verðtryggða vexti upp á 3,75 prósent til 2044. Ég er að benda á að sá sem skuldar, ÍL-sjóður, á ekki fyrir þessum skuldum. Við erum að gera eitthvað í því og ræða það mál.“
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36 Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49 „Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. 24. október 2022 06:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist „mótmæla harðlega“ þeirri skoðun sem stjórnarmaður í lífeyrissjóði hefur sett fram að ef ÍL-sjóður, áður gamli Íbúðalánasjóðurinn, verði settur í slitameðferð jafngildi það greiðslufalli ríkissjóðs sem er í ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum sjóðsins. 25. október 2022 08:36
Verðið á íbúðabréfum fellur um 16 prósent vegna áforma um slit á ÍL-sjóði Verðið á íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum lækkaði verulega á markaði í morgun í fyrstu viðskiptum sem hafa átt sér stað með bréfin, sem eru á sérstökum athugunarlista Kauphallarinnar, eftir að fjármálaráðherra boðaði tillögur um hvernig megi leysa upp ÍL-sjóð síðasta fimmtudag. Miðað við verð bréfanna í viðskiptunum, sem voru aðeins upp á samtals 300 þúsund krónur, má áætla að markaðsvirði útistandandi íbúðabréfa hafi lækkað um samtals meira en 100 milljarða króna. 24. október 2022 11:49
„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna. 24. október 2022 06:00