Fátt sem fellur með krónunni Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 09:30 Arion banki spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir. Ný hagspá Arion banka birtist á vef þeirra fyrr í dag. Þar segir að kröftug einkaneysla, hraður bati ferðaþjónustunnar og vaxandi fjárfesting valdi því að hagvöxtur verði mun meiri en búist var við. Hagvaxtarspáin er ekki svo góð á næsta ári og telur bankinn að fjárfestingar muni gefa eftir og hægja á eftirspurnarvexti, bæði innanlands sem og eftirspurn eftir íslenskum útflutningsafurðum. Veturinn verður sérstaklega erfiður fyrir ferðaþjónustuna en efnahagsþrengingar í Evrópu og hækkandi flugfargjöld gætu fregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum. Það spilar þó með Íslandi að auðvelt er að koma hingað til lands. Því spáir bankinn að komur ferðamanna til Íslands muni halda áfram að aukast og er búist við því að 1,9 milljón ferðamanna heimsæki landið á næsta ári. „Útlit er fyrir að aðstæður á vinnumarkaði muni styðja við einkaneysluna, þó nokkuð hægi á vexti hennar á næsta ári eftir metár í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi muni haldast nokkuð stöðugt út spátímann, á milli 3,7%-3,9%, og að fyrirtæki þurfi að mæta umtalsverðum launahækkunum á komandi misserum,“ segir í hagspánni. Bankinn spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði, veruleika þar sem vísitala íbúðaverðs sveiflast milli mánaða, árstakturinn fellur hratt og dansar í kringum núllið. Þá verða raunverðslækkandi viðvarandi næstu þrjú ár. „Það er fátt sem fellur með krónunni um þessar mundir, vaxtamunur fer minnkandi og lífeyrissjóðir auka við erlendar fjárfestingar sínar, á sama tíma og viðskiptakjörin gefa eftir og Íslendingar fá ekki nóg af utanlandsferðum. Gengisspáin byggir á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldi áfram að gefa eftir fram á næsta ár, en að flæðið, og ekki síst væntingar um innflæði, leggist síðar á sveif með krónunni,“ segir í spánni. Arion banki Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Ný hagspá Arion banka birtist á vef þeirra fyrr í dag. Þar segir að kröftug einkaneysla, hraður bati ferðaþjónustunnar og vaxandi fjárfesting valdi því að hagvöxtur verði mun meiri en búist var við. Hagvaxtarspáin er ekki svo góð á næsta ári og telur bankinn að fjárfestingar muni gefa eftir og hægja á eftirspurnarvexti, bæði innanlands sem og eftirspurn eftir íslenskum útflutningsafurðum. Veturinn verður sérstaklega erfiður fyrir ferðaþjónustuna en efnahagsþrengingar í Evrópu og hækkandi flugfargjöld gætu fregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum. Það spilar þó með Íslandi að auðvelt er að koma hingað til lands. Því spáir bankinn að komur ferðamanna til Íslands muni halda áfram að aukast og er búist við því að 1,9 milljón ferðamanna heimsæki landið á næsta ári. „Útlit er fyrir að aðstæður á vinnumarkaði muni styðja við einkaneysluna, þó nokkuð hægi á vexti hennar á næsta ári eftir metár í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi muni haldast nokkuð stöðugt út spátímann, á milli 3,7%-3,9%, og að fyrirtæki þurfi að mæta umtalsverðum launahækkunum á komandi misserum,“ segir í hagspánni. Bankinn spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði, veruleika þar sem vísitala íbúðaverðs sveiflast milli mánaða, árstakturinn fellur hratt og dansar í kringum núllið. Þá verða raunverðslækkandi viðvarandi næstu þrjú ár. „Það er fátt sem fellur með krónunni um þessar mundir, vaxtamunur fer minnkandi og lífeyrissjóðir auka við erlendar fjárfestingar sínar, á sama tíma og viðskiptakjörin gefa eftir og Íslendingar fá ekki nóg af utanlandsferðum. Gengisspáin byggir á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldi áfram að gefa eftir fram á næsta ár, en að flæðið, og ekki síst væntingar um innflæði, leggist síðar á sveif með krónunni,“ segir í spánni.
Arion banki Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent