Fátt sem fellur með krónunni Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 09:30 Arion banki spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir. Ný hagspá Arion banka birtist á vef þeirra fyrr í dag. Þar segir að kröftug einkaneysla, hraður bati ferðaþjónustunnar og vaxandi fjárfesting valdi því að hagvöxtur verði mun meiri en búist var við. Hagvaxtarspáin er ekki svo góð á næsta ári og telur bankinn að fjárfestingar muni gefa eftir og hægja á eftirspurnarvexti, bæði innanlands sem og eftirspurn eftir íslenskum útflutningsafurðum. Veturinn verður sérstaklega erfiður fyrir ferðaþjónustuna en efnahagsþrengingar í Evrópu og hækkandi flugfargjöld gætu fregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum. Það spilar þó með Íslandi að auðvelt er að koma hingað til lands. Því spáir bankinn að komur ferðamanna til Íslands muni halda áfram að aukast og er búist við því að 1,9 milljón ferðamanna heimsæki landið á næsta ári. „Útlit er fyrir að aðstæður á vinnumarkaði muni styðja við einkaneysluna, þó nokkuð hægi á vexti hennar á næsta ári eftir metár í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi muni haldast nokkuð stöðugt út spátímann, á milli 3,7%-3,9%, og að fyrirtæki þurfi að mæta umtalsverðum launahækkunum á komandi misserum,“ segir í hagspánni. Bankinn spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði, veruleika þar sem vísitala íbúðaverðs sveiflast milli mánaða, árstakturinn fellur hratt og dansar í kringum núllið. Þá verða raunverðslækkandi viðvarandi næstu þrjú ár. „Það er fátt sem fellur með krónunni um þessar mundir, vaxtamunur fer minnkandi og lífeyrissjóðir auka við erlendar fjárfestingar sínar, á sama tíma og viðskiptakjörin gefa eftir og Íslendingar fá ekki nóg af utanlandsferðum. Gengisspáin byggir á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldi áfram að gefa eftir fram á næsta ár, en að flæðið, og ekki síst væntingar um innflæði, leggist síðar á sveif með krónunni,“ segir í spánni. Arion banki Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Ný hagspá Arion banka birtist á vef þeirra fyrr í dag. Þar segir að kröftug einkaneysla, hraður bati ferðaþjónustunnar og vaxandi fjárfesting valdi því að hagvöxtur verði mun meiri en búist var við. Hagvaxtarspáin er ekki svo góð á næsta ári og telur bankinn að fjárfestingar muni gefa eftir og hægja á eftirspurnarvexti, bæði innanlands sem og eftirspurn eftir íslenskum útflutningsafurðum. Veturinn verður sérstaklega erfiður fyrir ferðaþjónustuna en efnahagsþrengingar í Evrópu og hækkandi flugfargjöld gætu fregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum. Það spilar þó með Íslandi að auðvelt er að koma hingað til lands. Því spáir bankinn að komur ferðamanna til Íslands muni halda áfram að aukast og er búist við því að 1,9 milljón ferðamanna heimsæki landið á næsta ári. „Útlit er fyrir að aðstæður á vinnumarkaði muni styðja við einkaneysluna, þó nokkuð hægi á vexti hennar á næsta ári eftir metár í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi muni haldast nokkuð stöðugt út spátímann, á milli 3,7%-3,9%, og að fyrirtæki þurfi að mæta umtalsverðum launahækkunum á komandi misserum,“ segir í hagspánni. Bankinn spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði, veruleika þar sem vísitala íbúðaverðs sveiflast milli mánaða, árstakturinn fellur hratt og dansar í kringum núllið. Þá verða raunverðslækkandi viðvarandi næstu þrjú ár. „Það er fátt sem fellur með krónunni um þessar mundir, vaxtamunur fer minnkandi og lífeyrissjóðir auka við erlendar fjárfestingar sínar, á sama tíma og viðskiptakjörin gefa eftir og Íslendingar fá ekki nóg af utanlandsferðum. Gengisspáin byggir á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldi áfram að gefa eftir fram á næsta ár, en að flæðið, og ekki síst væntingar um innflæði, leggist síðar á sveif með krónunni,“ segir í spánni.
Arion banki Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira