Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2022 11:51 Síðast liðna átján mánuði hefur Seðlabankinn hækkað meginvexti sína tíu sinnum úr 0,75 prósentum í 6 prósent í dag. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. Meginvextir Seðlabankans eru nú komnir í sex prósent. Eftir snarpar vaxtalækkanir Seðlabankans frá mars 2019 fram í mars 2021 þegar þeir voru komnir niður í 0,75 prósent tóku vextirnir að hækka á ný í maí í fyrra. Þá hafði verðbólga hækkað úr 2,1 prósenti í 4,6 prósent. Verðbólga náði síðan hámarki í október síðast liðnum þegar hún mældist rétt tæplega tíu prósent og í þessum mánuði mælist hún enn 9,4 prósent. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa því enn ekki náð að keyra niður verðbólguna síðustu átján mánuði. Ásgeir Jónsson segir Íslendiniga hafa notið mikils kaupmáttar og stöðugleika undanfarin misseri en nú sé hætta á að farið verði í kunnuglegt far víxlverkana launa og verðlags.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanirnar að undanförnu ekki vera að virka nógu vel á neyslu fólks því einkaneysla hafi aukist um 13 prósent á þessu ári. „En það sem við sjáum hins vegar er að það er að hægja áhagkerfinu. Verðbólga virðist hafa náð hámarki, uppsveiflan hafi náð hámarki. Þetta sé að fara að hníga. Þetta er á réttri leið. En það eru ansi mikil umsvif í gangi enn þá. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 9,4 prósent á þessu ári og um sex prósent á því næsta sem er töluvert frá markmiði bankans um 2,5 prósenta verðbólgu. Það muni taka lengri tíma en áður var áætlað að ná markmiðinu. Kjaraviðræður standa nú yfir og Seðlabankinn hefur ekki farið í grafgötur með að miklu máli skipti um hvað verði samið og ítrekar það nú. Ef verkalýðsfélögin ætli að sækja launahækkanir á pari við núverandi verðbólgu muni hún halda áfram að aukast. Tilgangur vaxtahækkana sé að ná verðbólgunni niður og vinna þannig með aðilum vinnumarkaðarins í að halda uppi kaupmætti og koma á stöðugleika. „Það verður aðeins gert með þessum hætti, með því aðtakmarka neysluna í kerfinu. Takmarka hækkanir áfasteignamarkaði og í raun og veru reyna að ná einhverju jafnvægi. Þetta er bara sú staða sem við stöndum frammi fyrir. Við teljum okkur vera að búa í haginn fyrir næstu kjarasamninga með því að sýna fram á það með trúverðugum hætti að við ætlum að ná verðbólgu niður. Það þurfi ekki að semja um launahækkanir til að bæta upp fyrir hana,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. 23. nóvember 2022 11:34 Ragnar Þór segir seðlabankastjóra ganga erinda fjármagnseigenda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur einsýnt að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. 23. nóvember 2022 10:01 Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. 23. nóvember 2022 08:52 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans eru nú komnir í sex prósent. Eftir snarpar vaxtalækkanir Seðlabankans frá mars 2019 fram í mars 2021 þegar þeir voru komnir niður í 0,75 prósent tóku vextirnir að hækka á ný í maí í fyrra. Þá hafði verðbólga hækkað úr 2,1 prósenti í 4,6 prósent. Verðbólga náði síðan hámarki í október síðast liðnum þegar hún mældist rétt tæplega tíu prósent og í þessum mánuði mælist hún enn 9,4 prósent. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa því enn ekki náð að keyra niður verðbólguna síðustu átján mánuði. Ásgeir Jónsson segir Íslendiniga hafa notið mikils kaupmáttar og stöðugleika undanfarin misseri en nú sé hætta á að farið verði í kunnuglegt far víxlverkana launa og verðlags.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanirnar að undanförnu ekki vera að virka nógu vel á neyslu fólks því einkaneysla hafi aukist um 13 prósent á þessu ári. „En það sem við sjáum hins vegar er að það er að hægja áhagkerfinu. Verðbólga virðist hafa náð hámarki, uppsveiflan hafi náð hámarki. Þetta sé að fara að hníga. Þetta er á réttri leið. En það eru ansi mikil umsvif í gangi enn þá. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 9,4 prósent á þessu ári og um sex prósent á því næsta sem er töluvert frá markmiði bankans um 2,5 prósenta verðbólgu. Það muni taka lengri tíma en áður var áætlað að ná markmiðinu. Kjaraviðræður standa nú yfir og Seðlabankinn hefur ekki farið í grafgötur með að miklu máli skipti um hvað verði samið og ítrekar það nú. Ef verkalýðsfélögin ætli að sækja launahækkanir á pari við núverandi verðbólgu muni hún halda áfram að aukast. Tilgangur vaxtahækkana sé að ná verðbólgunni niður og vinna þannig með aðilum vinnumarkaðarins í að halda uppi kaupmætti og koma á stöðugleika. „Það verður aðeins gert með þessum hætti, með því aðtakmarka neysluna í kerfinu. Takmarka hækkanir áfasteignamarkaði og í raun og veru reyna að ná einhverju jafnvægi. Þetta er bara sú staða sem við stöndum frammi fyrir. Við teljum okkur vera að búa í haginn fyrir næstu kjarasamninga með því að sýna fram á það með trúverðugum hætti að við ætlum að ná verðbólgu niður. Það þurfi ekki að semja um launahækkanir til að bæta upp fyrir hana,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. 23. nóvember 2022 11:34 Ragnar Þór segir seðlabankastjóra ganga erinda fjármagnseigenda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur einsýnt að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. 23. nóvember 2022 10:01 Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. 23. nóvember 2022 08:52 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. 23. nóvember 2022 11:34
Ragnar Þór segir seðlabankastjóra ganga erinda fjármagnseigenda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur einsýnt að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri beri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. 23. nóvember 2022 10:01
Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. 23. nóvember 2022 08:52